,,Forréttindi að fá að þjálfa Auðdísi“

  • 29. júlí 2020
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Sigurð Baldur Ríkharðasson

Sigurður Baldur Ríkharðsson stóð efstur í unglingaflokki á opnu gæðingamóti á Flúðum. Hann sat hryssuna Auðdísi frá Traðarlandi sem er ræktuð af foreldrum hans þeim Ríkharði Flemming og Elvu Björk Sigurðardóttir.

Sigurður og Auðdís hafa verið saman í sex ár en þau hófu sinn feril saman árið 2014 þegar Auðdís var eingöngu fimm vetra og Sigurður Baldur 10 ára.

Blaðamaður Eiðfaxa tók Sigurð tali að úrslitum loknum en viðtalið má nálgast í spilararnum hér að ofan.

Sigurður Baldur og Auðdís mynd: Bára Másdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar