Forsölutilboð framlengt til 5. janúar
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs Landsmótsárs 2026 viljum við greina frá því að forsölutilboð á miðum á Landsmót hestamanna að Hólum í Hjaltadal 2026 hefur verið framlengt til og með mánudagsins 5. janúar.
Þetta gerum við vegna þess áhugi á miðum hefur slegið öll met síðustu daga og með framlengingu viljum við tryggja að öll sem vildu nýta sér tilboð gætu gert það. Við þökkum frábærar viðtökur við miðasölunni sem hvetur okkur áfram í að halda fyrir ykkur frábært Landsmót á Hólum næsta sumar.
Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Landsmóts, landsmot.is
Forsölutilboð framlengt til 5. janúar
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
„Nú tekur við að velja í landsliðshóp og heyra í knöpum“
Kosið um reiðkennara ársins 2025 hjá FEIF
Samskipadeildin – Áhugamannadeild Spretts hefst í febrúar