Frá Hrossaræktarfélagi Flóahrepps

  • 27. febrúar 2020
  • Fréttir

þau hestfolöld sem komust í úrslit á folaldasýningu félagsins árið 2019

Aðalfundur

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Flóahrepps verður haldinn föstudaginn 6. mars í Þingborg. Fundurinn hefst kl. 20:30.

Léttar veitingar og kaffi verða í boði félagsins.

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Unnið er að því að finna gest sem myndi halda stutt fræðsluerindi. Nýir félagar sérstaklega velkomnir.

Folaldasýning

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps sunnudaginn 8. mars 2020í Sleipnishöllinni að Brávöllum Selfossi og hefst hún kl. 13:30. Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvert folald og greiðist með reiðufé til gjaldkera. Skráningafrestur rennur út kl. 22:00 fimmtudaginn 5. mars. Koma verður fram nafn á folaldi, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi. Skráning er hjá Ágústi Inga agustk@visir.is sími 899- 5494, Atla Geir atligeir@hive.is sími 898-2256 og á netfang félagsins hrff.stjorn@gmail.com

Kaffiveitingar verða seldar í hléi.

Áhorfendur velja með kosningu glæsilegasta folaldið. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin merfolöld og hestfolöld. Þeir sem verða með folöld eru beðnir um að mæta eigi síðar en kl.13:00

 

Uppskeruhátíð/”Hrossamessa”

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélags Flóahrepps og Hrossamessa verður haldin föstudagskvöldið 20. mars á Kríunni. Nánar auglýst síðar en takið daginn frá.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar