„Frábær liðsandi og mögnuð upplifun“

Þau Elvar Þormarsson og Glódís Rún Sigurðardóttir tóku þátt í síðustu úrslitum Heimsmeistaramótsins í gærdag þar sem keppt var í fimmgangi. Elvar keppti á Djáknari frá Selfossi og hlaut brons og Glódís á Snillingi og varð í fimmta sæti.
Góðvinur Eiðfaxa, Hulda Geirsdóttir, tók þau tali að loknum úrslitum þar sem spjallað var um úrslitin, mótið í heild sinni og framhaldið.