Frábærir stóðhestar á Ræktunardegi Eiðfaxa

  • 8. maí 2020
  • Fréttir

Apollo frá Haukholtum mynd: Hrafnhildur Helga

Það verður nóg til að gleðja augu hestafólks á Ræktunardegi Eiðfaxa á morgun laugardag, enda bætist stöðugt í hóp þeirra úrvalshrossa og knapa sem þar munu koma fram. Þá skemmir veðurspáin ekki fyrir en það spáir glampandi sól og bongóblíðu.

Upplýsingar til áhorfenda má finna hér og þá er hægt að kaupa sér aðgang að beinni útsendingu með því að smella hér.

Hér kynnum við nokkra af þeim stóðhestum sem mæta á morgun.

Apollo frá Haukholtum hefur hotið fyrir sköpulag 8,76 fyrir hæfileika 8,63 í aðaleinkunn 8,68 þar af 9,5 fyrir tölt, fegurð í reið, samræmi og hófa.

Brynjar frá Bakkakoti hefur hlotið fyrir hæfileika 8,78 og fyrir sköpulag 8,13 í aðaleinkunn 8,52 þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk,fegurð í reið og hægt stökk.

Sölvi frá Auðsholtshjáleigu hefur hlotið 8,34 fyrir hæfileika, 8,37 fyrir sköpulag og 8,35 í aðaleinkunn þar 9,0 fyrir tölt, höfuð og prúðleika.

Narfi frá Áskoti hefur hlotið 8,62 fyrir hæfileika, 7,94 fyrir sköpulag og 8,35 í aðaleinkunn þar af 9,5 fyrir tölt  og 9,0 fyrir brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Kaldalón frá Kollaleiru hefur hlotið 8,69 fyrir hæfileika, 8,18 fyrir sköpulag í aðaleinkunn 8,49 þar af 9,0 fyrir brokk,stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Hnokki frá Eylandi hefur hlotið 8,50 fyrir hæfileika, 8,22 fyrir sköpulag í aðaleinkunn 8,39 þar af 9,5 fyrir tölt, stökk og  vilja og geðslag og 9,0 fyrir brokk, fegurð í reið, hægt stökk og hægt tölt.

Rökkvi frá Rauðalæk hefur hlotið 8,23 fyrir hæfileika, 8,44 fyrir sköpulag í aðaleinkunn 8,32 þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Herlegheitin byrja klukkan 14:00 í beinni á vef Eiðfaxa.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<