Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga
64. landsþing LH verður haldið í Borgarnesi 25. til 26. október 2024. Kjörnefnd LH vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 10. október.
Stjórn LH fer með æðsta vald í málefnum sambandsins milli þinga. Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall. Kjörtímabil er til tveggja ára. Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH. Kjörnefnd hvetur þá sem áhuga hafa á að starfa í stjórn LH (stjórn eða varastjórn) að tilkynna framboð fyrir tilsettan tíma til formanns kjörnefndar.
Kjörnefnd skipa:
Margeir Þorgeirsson, formaður (vodlarhestar@gmail.com)
Ragnhildur Loftsdóttir
Þórður Ingólfsson
Samkvæmt lögum LH, (grein 4.6 Kosning stjórnar), birtir kjörnefnd hér lista yfir þá einstaklinga sem sitja í stjórn og gefa kost á sér áfram.
Til formanns
Guðni Halldórsson, formaður
Til aðalstjórnar:
Hákon Hákonarson
Ólafur Gunnarsson
Sóley Margeirsdóttir
Sveinn Heiðar Jóhannesson
Unnur Rún Sigurpálsdóttir
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir