Noregur Frami með hæst dæmdu 4.vetra stóðhestum Noregs

  • 2. maí 2024
  • Fréttir

Per og Tone Kolnes við hlið Gunnlaugs Bjarnasonar sem heldur í Frama

Fyrstu kynbótasýningu ársins í Noregi lauk í dag

Fyrsta kynbótasýning ársins í Noregi fór fram nú í vikunni í Forsand á Rogalandi. Alls mættu 19 hross til dóms og þar af 16 þeirra til fullnaðardóms en dómarar voru þau Guðlaugur Antonsson og Elisabeth Jansen.

Frami fra Kolneset

Hæst dæmda hross sýningarinnar var 4. vetra gamall stóðhestur er heitir Frami fra Kolneset. Hlaut hann fyrir sköpulag 8,64, fyrir hæfileika 7,95 og í aðaleinkunn 8,19. Frami er undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Skerplu fra Kolneset, ræktendur hans eru Per og Tone Kolnes en sýnandi hans var Gunnlaugur Bjarnason.

Samkvæmt Worldfeng er Frami er næst hæst dæmdi 4. vetra norsk fæddi stóðhestur frá upphafi dóma ásamt Tigli fra Kleiva en báðir hlutu 8,19 í aðaleinkunn. Sá norsk fæddi hestur sem hæstan dóm hlaut 4.vetra er Svalinn fra Skarstad en hann hlaut 8,25 á sýningu i Herning árið 2018.

Gunnlaugur hafði þetta að segja við Eiðfaxa um Frama og sýninguna í Forstad; „Frami er frábær hestur, skrefmikill, gullfallegur og með úrvals geðslag. Ég er fyrst og fremst þakklátur ræktendum hans fyrir það að treysta mér fyrir verkefninu. Ég held að hrossaræktendur hér í Noregi og víðar ættu að vera óhræddir við að nota hann til ræktunar. Aðstæður hér í Forsand voru góðar, það blés aðeins en fallegt veður, sól og blíða. Hitastigið var kannski aðeins að trufla sum af þeim hrossum sem ég sýndi en það er ekki búið að vera svo heitt undanfarið en hitinn steig upp núna í vikunni.“

Fjögur í fyrstu verðlaun

Allt hlutu 4 hross 1. verðlaun á sýningunni auk Frama. Nils Christian Larsen sýndi 5. vetra gamla hryssu til 1.verðlauna, Sömbu fra Fosan, en hún er undan Birki fra Fossan og Skjóðu frá Selfossi, Eydís fra Vikamyr hlaut einnig 1.verðlaun sýnd af Gunnlaugi Bjarnasyni en hún er undan Oliver frá Kvistum og Töndru frá Ragnheiðarstöðum og þá hlaut Stemning fra Skarstad einnig 1.verðlaun sýnd af Steinari Clausen Kolnes. Hún var jafnframt hæst dæmda hross sýningarinnar fyrir hæfileika með 8,15. Hún er undan Þráð frá Þúfu í Landeyjum og Stjerne fra Kones

 

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
NO2020111063 Frami fra Kolneset 8.64 7.95 8.19 Gunnlaugur Bjarnason
NO2019211004 Samba fra Fossan 8.2 8.05 8.11 Nils Christian Larsen
NO2014212056 Eydís fra Vikamyr 8.3 7.92 8.05 Gunnlaugur Bjarnason
NO2018211076 Stemning fra Skarstad 7.85 8.15 8.05 Steinar Clausen Kolnes
NO2016111071 Sesar fra Skarstad 8.21 7.85 7.98 Steinar Clausen Kolnes
NO2018211019 Álfadís fra Kolneset 8.18 7.75 7.9 Gunnlaugur Bjarnason
IS2018287875 Bylgja frá Blesastöðum 2A 7.96 7.85 7.89 Gunnlaugur Bjarnason
NO2020111047 Óskar fra Kolneset 8.44 7.45 7.8 Gunnlaugur Bjarnason
NO2016211055 Dísa fra Fossanmoen 7.68 7.78 7.74 Nils Christian Larsen
NO2019211018 Eivör fra Fossan 7.97 7.46 7.64 Gunnlaugur Bjarnason
NO2016211057 Björk fra Fossanmoen 7.82 7.52 7.63 Nils Christian Larsen
NO2014211094 Bjórdís fra Fossanmoen 7.57 7.61 7.6 Nils Christian Larsen
NO2016211263 Dagrún fra Kjellebakken 8.08 7.17 7.49 Gunnlaugur Bjarnason
NO2015211206 Hreggmóð fra Limbuvik 7.99 7.22 7.49 Magni Ásmundsson
NO2018211097 Talenta fra Fossanmoen 7.61 7.35 7.44 Nils Christian Larsen
NO2015111256 Bláinn fra Vikinghest 7.58 7.27 7.38 Nils Christian Larsen
NO2017111198 Elli fra Vikinghest 7.94 Nils Christian Larsen
NO2020212224 Fluga fra Dynjo 7.24 Malin Bosvik
DK2020100028 Póseidon fra Marianesminde Malin Bosvik
SE2021223002 Von från Sundabakka 8.02 Malin Bosvik

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar