Framsóknarmenn bjóða í reiðtúr og grill

  • 9. júní 2021
  • Fréttir

Ráðherrar og frambjóðendur Framsóknarflokksins bjóða hestafólki í reiðtúr, grill, spjall og skemmtun næstkomandi föstudagskvöld.

Lagt verður af stað frá TM reiðhöllinni í Víðidal kl. 18.00 (mæting kl. 17.30) og riðinn hringur um Rauðhóla undir fararstjórn Sigurbjörns Bárðarsonar landsliðþjálfara Íslands. Að reiðtúr loknum, um kl. 20 verður boðið upp á grill, skemmtun, tónlist og spjall við frambjóðendur í veislusal reiðhallarinnar þar sem allir eru velkomnir.

Framsóknarmönnum er umhugað um málefni hestafólks vilja heyra hvað hestafólki liggur á hjarta.

Ráðherrar flokksins þau Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Alfreðsdóttir  og Ásmundur Einar Daðason verða á staðnum ásamt Guðna Ágústssyni og fleiri frambjóðendum flokksins.

Allir velkomnir!!

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<