Framundan í janúar

  • 3. janúar 2025
  • Fréttir

Árni Björn sigraði einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili

Keppnistímabilið hefst á keppni í Meistaradeild Líflands

Það er af sem áður var þegar keppt var nær eingöngu í hestaíþróttum á sumrin. Keppt er í hinum ýmsu mótaröðum og keppnisdeildum um land allt og er af nógu að taka.

Nú strax í janúar hefja göngu sína nokkrar af þessum deildum og þar á meðal sjálf Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum. Hún hefst á keppni í fjórgangi fimmtudagskvöldið 23.janúar í HorseDay höllinni að Ingólfshvoli.

Rétt rúmri viku síðar, föstudaginn 31.janúar, fer fram á sama stað Meistaradeild Ungmenna og þar verður einnig keppt í fjórgangi.

Samkvæmt mótaskrá LH að þá lítur janúar svona út:

23. janúar- Meistaradeild Líflands – fjórgangur

24. janúar – Mótaröð Þyts – Gæðingatölt

25. janúar – Vetrarmót 1 hjá Herði Mosfellsbæ

26. janúar – Tölumót 1 í Herði Mosfellsbæ

31. janúar – Meistaradeild Ungmenna – fjórgangur

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar