Framundan í vikunni

Það er nóg um að vera í hestamennskunni og er þessi vika engin undantekning. Eiðfaxi ætlar að setja hér niður helstu viðburði vikunnar. Ef þú mannstu eftir einhverjum fleirum máttu endilega benda okkur á það.
Þriðjudagur 18. febrúar
- Fjórði fundur í fundarferð Fagráðs í hrossarækt og stjórnar deildar hrossabænda. Fundurinn fer fram í Fornustekkum, Höfn kl. 20:00
Fimmtudagur 20. febrúar
- Samskipadeildin, Áhugamannadeild Spretts hefst en fyrsta mót er fjórgangur. Mótið verður sýnt í beinni á EiðfaxaTV.
- Systurnar á Sunnuhvoli, Glódís Rún og Védís Huld Sigurðardætur eru með sýnikennslu í Eldhestum.
Föstudagur 21. febrúar
- Fjórgangur í 1. deildinni í hestaíþróttum í Samskipahöllinni en þetta er fyrsta mótið í 1. deildinni í vetur.
Laugardagur 22. febrúar
- Fyrsta mótið í Áhugamannadeild Norðurlands en keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni á Akureyri. Mótið verður sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.
- Ljúfur heldur Þorramót á Vorsabæjarvelli.
Sunnudagur 23. febrúar
- Meistaradeild Líflands og æskunnar heldur áfram en nú verður keppt í fimmgangi. Mótið verður sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.