Framundan í vikunni

Það er nóg um að vera í hestamennskunni og er þessi vika engin undantekning. Eiðfaxi ætlar að setja hér niður helstu viðburði vikunnar. Ef þú manst eftir einhverjum fleirum máttu endilega benda okkur á það.
Þriðjudagur 4. mars
- Keppni í Suðurlandsdeild SS byrjar en keppt verður í parafimi og slaktaumatölti. Deildin verður sýnd í beinni á EiðfaxaTV.
Miðvikudagur 5. mars
- Götuleikar, grímutölt T7, í reiðhöllinni í Dreyra.
Fimmtudagur 6. mars
- Blue Lagoon mótaröðin heldur áfram en nú verður keppt í fimmgangi. Mótið verður sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.
Föstudagur 7. mars
- Annað mótið í Uppsveitadeild Jökuls og Flúðasveppa í reiðhöllinni á Flúðum.
- Líflandsdeild Léttis heldur áfram á Akureyri og verður keppt í fimmgangi.
Laugardagur 8. mars
- B.E. æskulýðsdeild Léttis í reiðhöllinni á Akureyri.
- Vilko gæðingatölt Neista í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.
- Meistaradeild ungmenna og TopReiter í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.
- Uppskeruhátíð Sleipni í Þingborg
Sunnudagur 9. mars
- Meistaradeild Líflands og æskunnar heldur áfram en nú verður keppt í gæðingalist. Mótið verður sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.