Suðurlandsdeildin Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar

  • 21. desember 2025
  • Tilkynning Fréttir
Það er frábær stemming fyrir Suðurlandsdeildinni 2026 enda deildin að hefja sitt TÍUNDA tímabil.
Til áréttingar þá kemur hér tilkynning frá stjórn varðandi skilgreiningu á atvinnu- og áhugamanni.
Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.
Áhugamaður: 22 ára á árinu og hefur ekki keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár (2024-2025)
Umsóknarfrestur fyrir ný lið er til 21. desember n.k.og biðjum við þau lið sem eiga keppnisrétt að staðfesta þátttöku fyrir þann tíma einnig!
Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 2-3 atvinnumanna og 3 áhugamanna. Þau lið sem féllu úr deildinni 2025 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um.
Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Í parafimi keppir eitt par skipað 1 atvinnumanni og 1 áhugamanni.
Í skeiði, slaktaumatölti og parafimi keppir 1 atvinnumaður og 1 áhugamaður en í öðrum greinum keppa 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður.
Áfram mun Suðurlandsdeildin leggja áherslu á liðakeppnina og verðlauna þrjú stigahæstu liðin að loknu tímabili. Þá verða einnig stigahæsti atvinnumaður og stigahæsti áhugamaður verðlaunuð.
Dagsetningar verða 24. febrúar, 10. mars, 24. mars og 7. apríl. Niðurröðun greina liggur ekki fyrir að öðru leyti en að greinarnar eru þær sömu og undanfarin ár. Parafimi/slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur og tölt og skeið ekki þó endilega í þessari röð.
Sjáumst í Rangárhöllinni á nýju ári!
Stjórn Suðurlandsdeildarinnar

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar