Fríða og Sigurður afreksknapar æskunnar hjá Geysi

  • 15. janúar 2023
  • Fréttir
Uppskeru- og verðlaunahátíð Æskunnar hjá Geysi fyrir árið 2022

Í dag 15. janúar fór fram uppskeru – og verðlaunahátíð æskunnar fyrir árið 2022 hjá hestamannafélaginu Geysi í Rangárhöllinni.

Farið var yfir æskulýðsstarfið síðastliðið ár og komandi viðburði og reiðnámskeið sem verða á boðstólnum þennan vetur voru kynnt.  Sigurður Sigurðarson, knapi ársins hjá Geysi og Kristján Árni Birgisson, ungmenni ársins hjá Geysi, komu á hátíðina og sögðu skemmtilega frá hvernig þeirra hestamennska byrjaði og hvað þeim finnst skipta mestu máli til að ná árangri í keppni.

Eftir það var þeim börnum og unglingum sem að kepptu fyrir hönd Geysis á Landmóti hestamanna veitt viðurkenning. Geysir átti þar gríðarlega öflugan og fjölmennan hóp sem stóð sig frábærlega.

May be an image of 12 people, people standing, footwear and indoor

 

May be an image of 1 person and standing

Verðlaunaafhending fyrir Afreksbikarinn í barna og unglingaflokki fór síðan fram en í þetta sinn hlaut Fríða Hildur Steinarsdóttir bikarinn í barnaflokki.

 

May be an image of 1 person and standing

Sigurður Steingrímsson hlautinn bikarinn í unglingaflokki. Þau stóðu sig bæði frábærlega í keppni á árinu 2022 en Fríða var m.a. í 2 sæti í barnaflokki á Landmótinu og Sigurður stóð uppi sem sigurvegari í unglingaflokki á Landsmótinu.

 

Eftir það var boðið uppá pizzuveislu, kaffi og djús. Skemmtilegur dagur hjá hestamannafélaginu Geysi í dag.

Myndir: Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir 

Hægt er að sjá fleiri myndir frá viðburðinum HÉR

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar