Fulltrúar hestaíþrótta á lista í öllum flokkum

  • 3. janúar 2026
  • Fréttir
Kjör íþróttamanns ársins fór fram í kvöld

Íþróttamaður ársins var kjörinn í 70. sinn nú fyrr í kvöld auk þess að lið og þjálfarar ársins voru verðlaunaðir auk heiðursverðlauna ÍSÍ og eldhuga ársins.

Hestaíþróttir áttu sína fulltrúa í kvöld en Konráð Valur Sveinsson sem útnefndur varð knapi ársins af LH varð í 18 sæti í vali á íþróttamanni ársins með 26 stig. Í vali á liði ársins eru þrjú lið útnefnd en í fjórða sæti varð landslið Íslands í hestaíþróttum og var því næsta lið á eftir þeim sem tilnefnd voru í flokknum. Auk þess varð Sigurbjörn Bárðarson, fyrrum landsliðsþjálfari Ísland í hestaíþróttum, sjöundi í kjöri á þjálfara ársins

Íþróttamaður ársins var Eygló Fanndal Sturludóttir kraftlyftingakona, lið ársins var útnefnt kvennalið Vals í handbolta og þjálfari þeirra, Ágúst Þór Jóhannsson, var útnefndur þjálfari ársins.

Heildarlisti í þessum kjörum var birtur á vef RÚV nú áðan og má sjá þá hér fyrir neðan.

Íþróttamaður ársins 2025

  1. Eygló Fanndal Sturludóttir – Lyftingar – 532 stig
  2. Gísli Þorgeir Kristjánsson – Handbolti – 458 stig
  3. Tryggvi Snær Hlinason – Körfubolti – 211 stig
  4. Dagur Kári Ólafsson – Fimleikar – 143 stig
  5. Glódís Perla Viggósdóttir – Fótbolti – 142 stig
  6. Hákon Arnar Haraldsson – Fótbolti – 115 stig
  7. Jón Þór Sigurðsson – Skotfimi – 73 stig
  8. Snæfríður Sól Jórunnardóttir – Sund – 65 stig
  9. Hildur Maja Guðmundsdóttir – Fimleikar – 59 stig
  10. Ómar Ingi Magnússon – Handbolti – 51 stig
  11. Gunnlaugur Árni Sveinsson – Golf – 47 stig
  12. Hanna Rún og Nikita Bazev – Dans – 42 stig
  13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir – Fótbolti – 38 stig
  14. Albert Guðmundsson – Fótbolti – 35 stig
  15. Thea Imani Sturludóttir – Handbolti – 33 stig
  16. Viktor Gísli Hallgrímsson – Handbolti – 32 stig
  17. Baldvin Þór Magnússon – Frjálsíþróttir – 30 stig
  18. Konráð Valur Sveinsson – Hestaíþróttir – 26 stig
  19. Elvar Már Friðriksson – Körfubolti – 23 stig
  20. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Skíði – 17 stig
  21. Elín Klara Þorkelsdóttir – Handbolti – 12 stig

Þjálfari ársins 2025

  1. Ágúst Þór Jóhannsson – Handbolti – 97 stig
  2. Dagur Sigurðsson – Handbolti – 71 stig
  3. Heimir Hallgrímsson – Fótbolti – 38 sti
  4. Einar Jónsson – Handbolti – 24 stig
  5. Freyr Alexandersson – Fótbolti – 15 sti
  6. Baldur Þór Ragnarsson – Körfubolti – 11 stig
  7. Sigurbjörn Bárðarson – Hestaíþróttir – 7 stig
  8. Ingi Gunnar Ólafsson – Lyftingar – 4 stig
  9. Sölvi Geir Ottesen – Fótbolti – 3 stig

Lið ársins 2025

  1. Valur kv. – Handbolti – 123 stig
  2. Breiðablik kv. – Fótbolti – 64 stig
  3. Fram kk. – Handbolti – 44 stig
  4. Íslenska landsliðið – Hestaíþróttir – 22 stig
  5. Stjarnan kv. – Hópfimleikar – 12 stig
  6. Víkingur kk. – Fótbolti – 3 stig
  7. Íslenska landsliðið kk. – Handbolti – 1 stig
  8. KA kv. – Blak – 1 stig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar