Fundarboð – Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga

  • 13. febrúar 2020
  • Fréttir
Helstu nýjungar í hrossaræktinni, Efstu hross og bú verðlaunuð, léttar veitingar og spjall

Fundir um málefni hrossaræktarinnar á félagsvæði HEÞ

Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni um landið og kynna það sem er efst á baugi. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

• Nýtt ræktunarmarkmið í hrossarækt
• Dómskalinn – þróun og betrumbætur
• Nýjir vægistuðlar eiginleikanna
• Sýningarvorið
• Málefni og starf Félags hrossabænda

Eins og sjá má verður margt áhugavert tekið til umræðu.

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga mun á fundinum verðlauna efstu hross í hverjum aldursflokki sem og þau hrossaræktarbú sem gert hafa góða hluti á árinu.

Fundurinn verður haldin í Ljósvetningabúð 5 .mars kl. 20:00 og verða léttar veitingar í boði Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyjinga.

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar