„Fylgir þessu mikil gleði“

Frauke Schenzel átti frábærar sýningar á hryssunum Pálu og Náttdísi frá Kronshof en þær standa í fyrsta og öðru sætinu í elsta flokki hryssna að loknum forsýningum og hlutu báðar yfir 9,00 fyrir hæfileika.
Eiðfaxi hitti á hana strax eftir sýninguna þar sem hún sagðist vera í skýjunum með frammistöðuna og að slíkum sýningum fylgdi mikil gleði.