Fyrsta hryssan fengin með frosnu sæði frá Íslandi
Samræður um mögulegan útflutning á sæði úr íslenskum stóðhestum hefur verið áberandi á kaffistofum hestamanna síðustu misseri.
Nú í apríl mættu fyrstu hestarnir á einangrunar- og sæðingastöðina á Efri-Holtum í Vestur-Eyjafjallahreppi og í maí hófst vinna við að frysta sæði til útflutnings. Nú þegar er búið að flytja út nokkra skammta af frosnu sæði og tilkynnti dýralæknirinn Marian Wruck það nú um helgina að búið væri að staðfesta fyl í hryssu sædda með frosnu sæði frá Íslandi.
Hryssan var sædd með frosnu sæði úr Skýr frá Skálakoti en samkvæmt heimildum Eiðfaxa er verðið fyrir fengna hryssu úr sæðingum á Hemlu 400.000 kr. með öllu.
Þegar Marian var spurður um kostnaðinn fyrir fengna hryssu við Ský með frosnu sæði segir hann það vera 3.200 EUR folatollurinn (uþb. 456.000 isl.kr.) og sæðingin í kringum 350 EUR (uþb. 50.000 ísl.kr.).
Fyrsta hryssan fengin með frosnu sæði frá Íslandi
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Ístölt á Rauðavatni 10. janúar
Sprettur leitar að sjálfstæðum, drífandi, þjónustulunduðum og jákvæðum framkvæmdastjóra