Fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist á næsta leiti

Á Landsþingi sl. haust var samþykkt að halda sérstakt Íslandsmót í gæðingalist í lok innanhússtímabils, eða fyrir 15.maí ár hvert. Þetta mót kemur því í stað þess að keppt sé í gæðingalist á Íslandsmótum utanhúss. Íslandsmeistari verður krýndur í öllum flokkum.
Keppt verður í einum styrkleikaflokki í hverjum flokki en keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Barnaflokkur – stig 2
- Unglingaflokkur – stig 2
- Ungmennaflokkur – stig 2
- Fullorðinsflokkur – stig 3
Keppni fer fram eftir reglugerð LH um Gæðingalist:
Knapar eru hvattir til að taka dagana frá og ljúka innanhúss keppnistímabilinu á Íslandsmóti í gæðingalist.