Fyrsta keppnisdegi lokið á íþróttamót Sleipnis

  • 22. maí 2020
  • Fréttir

Þórdís Erla ávann sér keppnisrétt í A-úrslitum í fjórgangi á Feng frá Auðsholtshjáleigu

Fyrsta keppnisdegi er lokið á íþróttamóti Sleipnis sem fram fer nú um helgina. Keppt var í forkeppni í fjórgangi í meistaraflokki og fimmgangi í meistaraflokki. Þá lauk deginum á b-úrslitum í fjórgangi meistara.

Efstur í fjórgangi er Jakob Svavar Sigurðsson á Hálfmána frá Steinsholti með 7,27 i einkunn. en það var Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Fengur frá Auðsholtshjáleigu sem sigraðu keppni í b-úrslitum með 7,03 í einkunn og áunnu sér keppnisrétt í a-úrslitum sem fram fer á sunnudaginn.

Efstur í fimmgangi er Teitur Árnason á Atlasi frá Hjallanesi með 6,90 í einkunn.

Allar niðurstöður og ráslista má finna í LH Kappa.

Dagskrá laugardagur 23. Mai

09:00 Fimmgangur F2 ungmenni 2 holl.
09:30 Fjórgangur V2 Ungmenni. 4 holl.
10:00 Fjórgangur V2 unglingar. 2 holl.
10:15 Fjórgangur V2 börn. 1 holl.
10:25 Fjórgangur V2 2 flokkur 2 holl.
10:40 Fjórgangur V2 1 flokkur 3 holl.
11:00 Fimmgangur F1 1 flokkur 2 holl.
11:20 Tölt T3 2 flokkur 3 holl.
11:45 Tölt T3 1 flokkur 3 holl.
12:00 Matarhlé.
13:00 Tölt T1 meistaraflokkur 1-30
15:30 Kaffihlé.
16:20 Tölt T3 ungmenni 3 holl.
16:40 Tölt T3 unglingar 1 holl.
16:50 Tölt T7 2 flokkur 2 holl.
17:00 Tölt T7 barnaflokkur 2 holl.
17:15 Tölt T2 meistaraflokkur 1-5
17:45 Tölt T4 1 flokkur 2 holl.
18:00 Gæðingaskeið 1 flokkur og meistaraflokkur
19:00 B úrslit tölt T1 meistaraflokkur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<