Viking Masters Fyrsta mótið í Viking Masters hefst á morgun

  • 5. janúar 2024
  • Fréttir

Mynd: Eyja.net

Ný mótaröð hefur göngu sína í Þýskalandi

Um helgina hefst mótaröð sem kallast Viking masters en mótaröðin fer fram í Þýskalandi í janúar, febrúar og mars. Fyrsta mótið er núna um helgina 6. til 7. janúar og er mótaröðin skipulögð af Eyja.net og Eiðfaxa.

“Við erum öll aðdáendur íslenska hestsins og yfir vetrarmánuðina hér á meginlandinu myndast oft dauður tími þar sem ekkert er að gerast. Auðvitað erum við með rótgróna viðburði eins og Icehorse Festival í Danmörku en okkur fannst eitthvað vanta í Þýskalandi. Vettvang þar sem fólk gæti komið saman með hesta sína og hitt vini,” segir Henning en þannig vaknaði hugmyndin að mótaröðinni. “Okkur langaði að gera eitthvað svipað og allar deildirnar á Íslandi en hér er fjarlægðin of mikil til að halda viðburði aðra hverja viku alltaf á sama stað. Þannig við fórum að leita lausna. Hugmyndin sem við komum með er að halda þrjá viðburði, í Norður-, Mið- og Suður-Þýskalandi og munu sigurvegarar frá þeim viðburðum síðan keppa saman á risastórum lokadegi í Miðvestur-Þýskalandi.”

Boðið er upp á keppni í tölti (T1, T3 og T7), fjórgangi (V1, V2, V5 og V6), fimmgangi (F1 og F2) og slaktaumatölti (T2 og T4). Þrír styrkleika flokkar eru í boði; atvinnumenn, áhugamenn og ungmenni.

Eins og áður kom fram er fyrsta mótið í þessari mótaröð um helgina en hægt er að sjá dagskrá og ráslista HÉR. Mótið er haldið í Ólympísku reiðhöllinni í Munich en höllin var byggð árið 1972 fyrir Ólympíuleikana. Næsta mót verður síðan 14. janúar í Luhmühlen og síðan í Ellenbach 3.- 4. febrúar. “Sumir af þessum stöðum sem við erum að keppa á hefur aldrei verið keppt á íslenska hestinum áður. Við ákváðum að nýta tækifærið og fara með íslenska hestinn á nýja staði og kynna hann fyrir fólki,” bætir Henning við.

Lokamótið verður haldið 9. mars í Westphalian Horse Center í Münster. “Þar munu verða mikil hátíðarhöld. Einungis verður keppt í úrslitum en tveir efstu úr hverri grein og í hverjum flokki frá fyrri viðburðum munu eiga keppnisrétt í úrslitunum.”

HÉR ER HÆGT AÐ SJÁ FREKARI UPPLÝSINGAR UM MÓTARÖÐIN VIKING MASTERS

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar