Fyrsta tía ársins í hæfileikadómi á Íslandi

  • 27. maí 2025
  • Fréttir

félagarnir Árni Björn og Miðill frá Hrafnagili

Miðill frá Hrafnagili hlaut háan dóm á kynbótasýningu á Hellu

Fyrsta kynbótasýning ársins á Íslandi fer nú fram á Rangárbökkum við Hellu. Fjöldi góðra hrossa hefur verið sýndur það sem af er og fyrsta tía ársins fyrir einstakan eiginleika í hæfileikum féll nú áðan.

Það var Miðill frá Hrafnagili sem hlaut 10,0 fyrir brokk og auk þess 9,5 fyrir tölt, fegurð í reið og samstarfsvilja. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,63 og hæfileika 8,65 í aðaleinkunn 8,65. Sýnandi hans er Árni Björn Pálsson.

Miðill er fimm vetra gamall undan Auði frá Lundum II og Gígju frá Búlandi, ræktandi hans er Jón Elvar Hjörleifsson en eigandi er Anja Egger-Meier.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar