Fyrsta tía ársins í hæfileikadómi!

  • 5. júní 2021
  • Fréttir

Konráð Valur Sveinsson heldur í Kastor frá Garðshorni

Kynbótahross voru dæmd á tveimur stöðum í vikunni annars vegar á Hólum í Hjaltadal og hinsvegar á Gaddstaðaflötum við Hellu. Alls voru 147 hross sýnd í fullnaðardómi. Á yfirlitssýningu á Hólum í Hjaltadal hlaut Kastor frá Garðshorni á Þelamörk einkunnina 10,0 fyrir skeið sýndur af Konráði Val Sveinssyni.

Kastor er sjö vetra gamall undan Kiljani frá Steinnesi og Vissu frá Lambanesi, ræktendur eru Birna Tryggvadóttir Thorlacius og Agnar Þór Magnússon en eigendur eru Konráð Valur, Sveinn Ragnarsson og Guðrún Edda Bragadóttir.

Als hafa 34 hross hlotið einkunnina 10,0 fyrir skeið frá upphafi dóma. Síðast var einkunnin 10,0 gefin fyrir skeið þegar geldingurinn Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu hlaut þá einkunn árið 2018 en hann var einnig sýndur af Konráði Val Sveinssyni.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar