Eiðfaxi TV Fyrsti þáttur af „Dagur í hestamennsku“

  • 1. nóvember 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Ný þáttaröð er að hefja göngu sína á EiðfaxaTV 

Fyrsti þáttur af fimm af hugmyndinni „Dagur í hestamennsku“ þar sem Ásta Björk Friðjónsdóttir skyggnist inn í mismunandi hliðar hestamennskunnar verður sýndur á sunnudaginn á EiðfaxaTV.

„Í fyrsta þættinum fylgjumst við með ferlinu frá A-Ö að flytja hest úr landi, ferli sem mjög fáir hafa séð berum augum. Ég fékk að kynnast ferlinu með Eysteini Leifssyni sem á og rekur Export Hesta,“ segir Ásta Björk en hún fylgdist með þegar fyrstu verðlauna stóðhesturinn Stardal frá Stíghúsi fór úr landi.

„Mér finnst þetta mjög skemmtileg hugmynd og hlakka til að sýna fólki. Allir þættirnir fjalla um mismunandi þætti hestamennskunnar og í raun mismunandi hliðar á atvinnumennsku innan hestageirans.“

Þátturinn kemur út kl. 20:00 á sunnudagskvöldið 2. nóvember á EiðfaxaTV.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar