Fyrsti þátturinn um Equsana-deildina!
Stöð 2 Sport sýndi í fyrradg fyrsta þátt vetrarins um Equsana-deildina, áhugamannadeild Spretts í hestaíþróttum. Fjallað var um fyrstu keppni vetrarins af alls fjórum en í henni bar Saga Steinþórsdóttir á Móa frá Álfhólum sigur úr býtum með heildareinkunina 7,17.
Það er kjörið tækifæri í veðrinu sem nú gengur yfir landið að horfa á þáttinn í heild sinni en allan þáttinn má sjá nú á Vísi en næstu þrír þættir verða sýndir á Stöð 2 Sport, annan hvern miðvikudag. Næsti þáttur er á dagskrá 26. febrúar.
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Sprettur leitar að sjálfstæðum, drífandi, þjónustulunduðum og jákvæðum framkvæmdastjóra
Kosið um reiðkennara ársins 2025 hjá FEIF
Samskipadeildin – Áhugamannadeild Spretts hefst í febrúar