Gæðingafiminámskeið með Fredericu Fagerlund

  • 9. nóvember 2022
  • Fréttir
Námskeiðið verður í Herði í Mosfellsbæ

Í vetur verður Fredrica Fagerlund með námskeið í Gæðingafimi í Herði en Fredrica hefur náð góðu gengi sjálf í gæðingafimi. Námskeiðið er hugsað fyrir alla aldurshópa og líka þá sem stefna á taka sín fyrstu skref í að keppa í greininni.

„Námskeiðið byggist á einum bóklegum tíma sem verður þann 5. janúar, sýnikennslun 2. febrúar ásamt 7 verklegum 45 mínútna einkatímum og einn tími er þegar mót verður 18. febrúar í Herði. Verklega hlutanum er því dreift yfir fjórar helgar.“

Bóklegt í Harðarbóli: 5. jan kl 18:30-20:00
Sýnikennsla: 2. feb kl 19:00
Verkleg kennsla fer fram helgarnar: 16.-18. desember, 7.-8. janúar, 4.-5. febrúar og 18.-19. febrúar (18. er mótið og 19. er síðasti tíminn).

Verð 60.000 kr.

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar