Landsamband hestamanna Gæðingaknapi ársins

  • 8. nóvember 2025
  • Fréttir
Sigurvegari Fjórðungsmóts Vesturlands

Gæðingaknapi ársins 2025 er Jakob Svavar Sigurðsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíó. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

Jakob sigraði B-flokk á Fjórðungsmóti Vesturlands á eftirminnilegan hátt á Kór frá Skálakoti með einkunina 9,24. Reiðmennska Jakobs geislar ávallt af fagmennsku og krafti, Jakob er gæðingaknapi ársins 2025.

Eiðfaxi óskar Jakobi Svavari innilega til hamingju með árangur ársins!

Aðrir tilnefndir voru:
  • Daníel Jónsson
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Hlynur Guðmundsson
  • Sigurður Sigurðarson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar