Gæðingamót Fáks og Spretts
Opna gæðingamót Fáks og Spretts fer fram dagana 26. og 28 maí 2023 á félagssvæði Fáks. Forkeppni verður á föstudeginum og úrslit verða riðin á sunnudeginum 28.maí vegna fyrirhugaðrar miðbæjarreið í miðbæ Reykjavíkur og viljum við ekki að það skarist á við mótið
Skráning hefst 18. maí og lýkur mánudaginn 22. maí á miðnætti. Skráning fer fram á Sportfeng, www.sportfengur.com.
Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt
ATHUGIÐ: Ef keppendur óska eftir að skrá eftir að skráningarfresti lýkur er greitt tvöfalt skráningargjald. Ekki er hægt að bæta við skráningum eftir að ráslistar hafa verið birtir.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
B-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
B- flokk gæðinga áhugamenn
A-flokk ungmenna
B- flokk ungmenna
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Gæðingatölt – Áhugamenn
Tölt T1
Gæðingaskeið PP2
Flugskeið 100m P2
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka eða fella niður sé ekki næg skráning.
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun LH