Gæðingamót Spretts 2024
Gæðingamót Spretts verður haldið dagana 24-27. maí 2024 á félagssvæði Spretts. Mótið er
einnig úrtaka fyrir Landsmót 2024.
Boðið verður upp á seinni umferð úrtöku sem haldin verður mánudagskvöldið 27. maí.
Skráning í seinni umferð er valkvæð. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að parið hafi
verið skráð til keppni í fyrri umferð.
Gæðingakeppnin eru eingöngu fyrir Sprettsfélaga í yngri flokkum og eigandur hesta í A- og
B-flokki þurfa að vera Sprettsfélagar, þar sem um úrtöku fyrir Landsmót er að ræða en
íþróttagreinar, skeiðgreinar og tölt, eru öllum opnar. Inn á Landsmót gildir betri árangur
hests eða knapa úr fyrri eða seinni umferð.
Ekki verða riðin úrslit í tölti heldur er töltið hugsað sem punktamót inn á Landsmót.
Drög að dagskrá Gæðingamóts Spretts, birt með fyrirvara um breytingar
FÖSTUDAGUR 24. Maí
18:00 Tölt T1
19:00 250m skeið
19:30 150m skeið
21:00 100m skeið
21:30 Dagskrárlok
LAUGARDAGUR 25. maí
9:00 B-flokkur áhugamanna
9:40 A-flokkur áhugamanna
10:20 Barnaflokkur
11:30 MATARHLÉ
12:30 Unglingaflokkur
14:00 Ungmennaflokkur
15:00 B-flokkur
16:15 Kaffihlé
16:30 A-flokkur
18:00 Dagskrárlok
Að forkeppni lokinni verður opnað fyrir skráningar í seinni umferð úrtöku sem verður
mánudagskvöld 27. maí fyrir þá sem vilja. Skilyrði er að parið hafi verið skráð í fyrri
umferð, en þátttaka í fyrri umferð er ekki skilyrði fyrir þátttöku í seinni umferð.
SUNNUDAGUR 26. maí
12:00 Pollaflokkur
13:00 A-úrslit Barnaflokkur
13:40 A- úrslit Ungmennaflokkur
14:20 A- úrslit Unglingaflokkur
15:00 A-úrslit B-flokkur áhugamanna
15:40 A- úrslit B-flokkur
16:20 A- úrslit A-flokkur áhugamanna
17:00 A- úrslit A- flokkur
17:40 Dagskrárlok
MÁNUDAGUR 27. maí
Dagskrá verður birt að skráningum loknum í seinna rennsli.
18:00 Seinni umferð í gæðingaflokkum
-Barnaflokkur
-Unglingaflokkur
-Ungmennaflokkur
-B-flokkur
-A-flokkur
Skráning
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og verður opin til miðnættis mánudagskvöldið 20.
maí. Skráningargjöld:
- Yngri flokkar (börn, unglingar, ungmenni) 6000kr
- A og B flokkar 8000kr.
- Tölt og skeið 6000kr.
Lágmarksskráning er tíu hestar í tölt og fimm hestar í hverja skeiðgrein til að greinin fari
fram á mótinu.
Allar afskráningar skulu fara fram í gegnum netfangið motanefnd@sprettarar.is
Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður glæsilegasta parið valið.
Við hvetjum Sprettara til þess að mæta í félagsbúning Spretts til keppni.
Félagsbúningur Spretts er hvítar reiðbuxur, svartur jakki, hvít skyrta, silfurlitt bindi.
Svansstyttan er veitt Sprettsfélaga sem klæðist félagsbúningi Spretts á mótum og þykir
ávallt vera til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu
hests, utan vallar sem innan. Svanstyttan er veitt til heiðurs Svani Halldórssyni, stofnfélaga
Gusts og síðar Spretts. Svanur hefur ávallt lagt mikið upp úr því að vera prúðbúinn,
snyrtilegur og á vel hirtum hesti.
Topphestastyttan er veitt í minningu Jónínu Guðbjörgu Björnsdóttur í Topphestum. Þau
verðlaun eru veitt knapa í yngri flokkum sem mætir til keppni á vel hirtum hesti og sýnir
góða reiðmennsku.