Garðar og Kná í efsta sæti

Garðar heldur hér í Kná eftir sigur í Vesturlandsdeildinni. Mynd: Facebook
Annað mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í gærkvöldi í reiðhöllinni í Borgarnesi. Að þessu sinni var keppt í fimmgangi og var keppnin spennandi og jöfn.
Að lokinni forkeppni var það Hörður Óli Sæmundarson sem leiddi með 6,73 í einkunn skammt á eftir honum komu þeir Garðar Hólm Birgisson og Haukur Bjarnason í 2-3 sæti með 6,60 í einkunn. Þegar í A-úrslitin var komið snerist röðin þó nokkuð við og Garðar Hólm á hryssu sinni Kná frá Korpu stóð uppi sem sigurvegari með 6,88 í einkunn í A-úrslitum.
Eitt mót er eftir í mótaröðinni en það er keppni í tölti og flugskeiði í gegnum höllina og fer það fram þann 7.apríl.
Samkvæmt facebook síður Vesturlandsdeildarinnar eru þau Anna Dóra Markúsdóttir og Garðar Hólm Birgisson jöfn í efsta sætinu í einstaklingskeppninni með 20 stig hvor.
Fimmgangur F1 | |||
Fullorðinsflokkur | |||
Forkeppni | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Hörður Óli Sæmundarson | Mói frá Gröf | 6,73 |
2-3 | Haukur Bjarnason | Abel frá Skáney | 6,60 |
2-3 | Garðar Hólm Birgisson | Kná frá Korpu | 6,60 |
4 | Axel Ásbergsson | Konfúsíus frá Dallandi | 6,37 |
5 | Anna Dóra Markúsdóttir | Blíða frá Bergi | 6,33 |
6 | Glódís Líf Gunnarsdóttir | Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1 | 6,30 |
7 | Eysteinn Leifsson | Skýfari frá Syðri-Úlfsstöðum | 6,23 |
8 | Jón Bjarni Þorvarðarson | Sægrímur frá Bergi | 6,17 |
9 | Lýdía Þorgeirsdóttir | Muggur hinn mikli frá Melabergi | 6,10 |
10 | Guðmar Þór Pétursson | Myrkvi frá Traðarlandi | 6,07 |
11-12 | Halldór Sigurkarlsson | Hervar frá Snartartungu | 5,93 |
11-12 | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir | Hekla frá Svartabakka | 5,93 |
13 | Bjarki Fannar Stefánsson | Skuggi frá Hríshóli 1 | 5,67 |
14 | Kristín Eir Hauksdóttir Holake | Blakkur frá Skáney | 5,63 |
15 | Benedikt Þór Kristjánsson | Mist frá Valhöll | 5,47 |
16 | Sindri Sigurðsson | Greipur frá Haukadal 2 | 5,43 |
17 | Sævar Örn Eggertsson | Lás frá Jarðbrú 1 | 5,40 |
18-19 | Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir | Andri frá Útnyrðingsstöðum | 5,37 |
18-19 | Sigríður Vaka Víkingsdóttir | Vænting frá Ytri-Skógum | 5,37 |
20 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Tign frá Hrauni | 5,33 |
21-22 | Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson | Greifi frá Söðulsholti | 5,30 |
21-22 | Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir | Þytur frá Stykkishólmi | 5,30 |
23 | Thelma Rut Davíðsdóttir | Vorsól frá Mosfellsbæ | 5,13 |
24 | Laufey Fríða Þórarinsdóttir | Tromma frá Laufhóli | 5,03 |
25 | Ísólfur Ólafsson | Náttfari frá Enni | 4,87 |
26 | Tinna Rut Jónsdóttir | Aría frá Ási 2 | 4,83 |
27 | Elvar Logi Friðriksson | Teningur frá Víðivöllum fremri | 4,67 |
28 | Gunnar Sturluson | Harpa frá Hrísdal | 4,60 |
29 | Kristinn Örn Guðmundsson | Fríða frá Varmalæk 1 | 4,20 |
B úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
6 | Glódís Líf Gunnarsdóttir | Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1 | 6,55 |
7 | Guðmar Þór Pétursson | Myrkvi frá Traðarlandi | 6,31 |
8 | Eysteinn Leifsson | Skýfari frá Syðri-Úlfsstöðum | 5,86 |
9 | Jón Bjarni Þorvarðarson | Sægrímur frá Bergi | 5,83 |
10 | Lýdía Þorgeirsdóttir | Muggur hinn mikli frá Melabergi | 5,17 |
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Garðar Hólm Birgisson | Kná frá Korpu | 6,88 |
2 | Anna Dóra Markúsdóttir | Blíða frá Bergi | 6,81 |
3 | Haukur Bjarnason | Abel frá Skáney | 6,76 |
4 | Axel Ásbergsson | Konfúsíus frá Dallandi | 6,52 |
5 | Hörður Óli Sæmundarson | Mói frá Gröf | 5,98 |