Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum Garðar og Kná í efsta sæti

  • 18. mars 2025
  • Fréttir

Garðar heldur hér í Kná eftir sigur í Vesturlandsdeildinni. Mynd: Facebook

Niðurstöður úr fimmgangi í Vesturlandsdeildinni

Annað mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í gærkvöldi í reiðhöllinni í Borgarnesi. Að þessu sinni var keppt í fimmgangi og var keppnin spennandi og jöfn.

Að lokinni forkeppni var það Hörður Óli Sæmundarson sem leiddi með 6,73 í einkunn skammt á eftir honum komu þeir Garðar Hólm Birgisson og Haukur Bjarnason í 2-3 sæti með 6,60 í einkunn. Þegar í A-úrslitin var komið snerist röðin þó nokkuð við og Garðar Hólm á hryssu sinni Kná frá Korpu stóð uppi sem sigurvegari með 6,88 í einkunn í A-úrslitum.

Eitt mót er eftir í mótaröðinni en það er keppni í tölti og flugskeiði í gegnum höllina og fer það fram þann 7.apríl.

Samkvæmt facebook síður Vesturlandsdeildarinnar eru þau Anna Dóra Markúsdóttir og Garðar Hólm Birgisson jöfn í efsta sætinu í einstaklingskeppninni með 20 stig hvor.

Staðan í liðakeppninni 
1. Skáney-Fagrilundur: 98.5 stig
2. Berg: 97.5 stig
3. Mýrdalur: 85 stig
4. Hestaland: 83 stig
5. Hestbak.is: 64.5 stig
6. Laugahvammur/Píparar Norðurlands: 62 stig
7. Vélfang/Brimhestar: 59.5 stig
8. Hergill/Exporthestar: 49 stig

 

Fimmgangur F1
Fullorðinsflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Hörður Óli Sæmundarson Mói frá Gröf 6,73
2-3 Haukur Bjarnason Abel frá Skáney 6,60
2-3 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu 6,60
4 Axel Ásbergsson Konfúsíus frá Dallandi 6,37
5 Anna Dóra Markúsdóttir Blíða frá Bergi 6,33
6 Glódís Líf Gunnarsdóttir Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1 6,30
7 Eysteinn Leifsson Skýfari frá Syðri-Úlfsstöðum 6,23
8 Jón Bjarni Þorvarðarson Sægrímur frá Bergi 6,17
9 Lýdía Þorgeirsdóttir Muggur hinn mikli frá Melabergi 6,10
10 Guðmar Þór Pétursson Myrkvi frá Traðarlandi 6,07
11-12 Halldór Sigurkarlsson Hervar frá Snartartungu 5,93
11-12 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Hekla frá Svartabakka 5,93
13 Bjarki Fannar Stefánsson Skuggi frá Hríshóli 1 5,67
14 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Blakkur frá Skáney 5,63
15 Benedikt Þór Kristjánsson Mist frá Valhöll 5,47
16 Sindri Sigurðsson Greipur frá Haukadal 2 5,43
17 Sævar Örn Eggertsson Lás frá Jarðbrú 1 5,40
18-19 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Andri frá Útnyrðingsstöðum 5,37
18-19 Sigríður Vaka Víkingsdóttir Vænting frá Ytri-Skógum 5,37
20 Guðný Margrét Siguroddsdóttir Tign frá Hrauni 5,33
21-22 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Greifi frá Söðulsholti 5,30
21-22 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Þytur frá Stykkishólmi 5,30
23 Thelma Rut Davíðsdóttir Vorsól frá Mosfellsbæ 5,13
24 Laufey Fríða Þórarinsdóttir Tromma frá Laufhóli 5,03
25 Ísólfur Ólafsson Náttfari frá Enni 4,87
26 Tinna Rut Jónsdóttir Aría frá Ási 2 4,83
27 Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri 4,67
28 Gunnar Sturluson Harpa frá Hrísdal 4,60
29 Kristinn Örn Guðmundsson Fríða frá Varmalæk 1 4,20
B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Glódís Líf Gunnarsdóttir Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1 6,55
7 Guðmar Þór Pétursson Myrkvi frá Traðarlandi 6,31
8 Eysteinn Leifsson Skýfari frá Syðri-Úlfsstöðum 5,86
9 Jón Bjarni Þorvarðarson Sægrímur frá Bergi 5,83
10 Lýdía Þorgeirsdóttir Muggur hinn mikli frá Melabergi 5,17
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu 6,88
2 Anna Dóra Markúsdóttir Blíða frá Bergi 6,81
3 Haukur Bjarnason Abel frá Skáney 6,76
4 Axel Ásbergsson Konfúsíus frá Dallandi 6,52
5 Hörður Óli Sæmundarson Mói frá Gröf 5,98

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar