Gef kost á mér til formanns Landssamtaka hestamannafélaga

  • 11. september 2020
  • Fréttir

Ég hef í samráði við mína nánustu ákveðið að gefa kost á mér til formanns Landssambands hestamannafélga á Landsþingi sambandsins sem haldið verður 16-17 október. Framboð mitt hef ég tilkynnt til kjörnefndar LH.

Hver er maðurinn

Ég heiti Ólafur Þórisson frá Miðkoti. Fyrir þá sem ekki þekkja til er ég sunnlendingur fæddur 3.desember 1977 og verð því 43 ára gamall á þessu ári. Giftur Söruh M. Nielsen og saman eigum við 3 börn, Viktor Mána, Jakob Freyr og Evu Dögg. Við fjölskyldan búum á sveitabæ sem ber nafnið Miðkot,

 

þar sem við lifum og hrærumst í hestamennsku. Sennilega þekkja mig flestir sem Óla í Miðkoti.

Ég er búinn, frá unga aldri, að lifa og hrærast í félagsmálum og gengt ábyrgðarstörfum víða.  Mest hefur mitt félagslega framlag verið innan hestageirans.  Ég var gjaldkeri hestamannafélagsins Geysis í 4 ár og síðastliðin 10 ár hef ég verið formaður þess félags þar sem ég ásamt mörgu öðru hef tekið þátt í undirbúningi æskulýðssýningar félagsins. Ég var kosinn í stjórn Landssambands hestamannafélaga 2014 og hef verið gjaldkeri samtakanna síðan þá. Ég hef einnig verið gjaldkeri Landsmóts ehf frá 2014.  Verið í keppnisnefnd LH frá 2014 og formaður keppnisnefndar LH frá 2018.

Eftir að hafa starfað svona víða innan okkar félagslega geira þekki ég félagskerfið og hvernig það virkar nokkuð vel.

Ætli það megi ekki segja að ég hafi komið að öllum þáttum hestamennskunar, tamið, keppt, ræktað, ferðast á hestum og kennt.  Ásamt því að vera virkur keppnismaður í flestum keppnisgreinum hestamennskunar, hefur mín aðkoma að mótahaldi ekki síst verið að vinna að mótum og halda utanum framkvæmd þeirra.

Með þessa reynslu, áhuga, metnað og dugnað í farteskinu tel ég mig góðan kost til að takast á við þau verkefni sem krafist er af formanni Landssambands hestamannafélaga og gef því kost á mér til verksins.

Ólafur Þórisson Miðkoti

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<