Hestamannafélagið Geysir Geysisfélagar verðlaunaðir á uppskeruhátíð

  • 18. nóvember 2025
  • Fréttir
Ásmundur Ernir Snorrason knapi ársins

Hestamannafélagið Geysir hélt uppskeruhátíð í Hvolnum á Hvolsvelli um síðustu helgi. Þar voru félagsmenn heiðraðir fyrir árangur sinn á árinu bæði í keppni og á kynbótabrautinni.

Sjálfboðaliðar ársins voru hjónin Gunnar Þorgilsson og Heiðdís Arna Ingvarsdóttir en í þeirra hlut kom farandgripur sem gefinn er af Eiðfaxa.

Gunnar Þorgilsson og Magnús Benediktsson f.h. Eiðfaxa

Knapar ársins

Knapi ársins hjá félaginu var útnefndur Ásmundur Ernir Snorrason en hann átti mjög góðu gengi að fagna á árinu og var einnig útnefndur íþróttaknapi ársins. Auk þess að vera handhafi Mjölnisbikarsins sem veittur er þeim knapa sem hæsta einkunn hlýtur í tölti, en hann hlaut 9,13 í einkunn í þeirri grein á Íslandsmóti á Hlökk frá Strandarhöfði. Ásmundur varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu í fjórgangi, samanlögðum fjórgangsgreinum og samanlögðum fimmgangsgreinum.

Gæðingaknapi ársins var Gústaf Ásgeir Hinriksson en hann reið Vakanda frá Sturlureykjum til sigur í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti Veturslands. Ungmenni ársins var Jón Ársæll Bergmann en hann varð þrefaldur heimsmeistari á árinu í flokki ungmenna í fimmgangi, gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum á Hörpu frá Höskuldsstöðum,

Heimahagabikarinn er veittur þeim áhugamanni sem bestum árangri nær í keppni og í ár var það Halldóra Anna Ómarsdóttir sem hann hlaut. Hún vann fjölda sigra á hestinum Öfga frá Káratanga þar á meðal tölt T3 og fjórgang V2 1.flokki á Reykjavíkurmeistaramóti og opnu WR íþróttamóti Geysis.

Skeiðskálin kom í hlut Kristjáns Árna Birgissonar sem varð heimsmeistari ungmenna bæði í 250 og 100 metra skeiði á Kröflu frá Syðri-Rauðalæk auk þess að verða Íslandsmeistari í 100 metra skeið.

Verðlaunahafar ræktenda í Geysi

Í hestamannafélaginu Geysi eru margir öflugir hrossaræktendur og voru hæst dæmdu hross í hverjum aldursflokki bæði hryssna og stóðhesta verðlaunuð.  Keppnishestabú ársins í Geysi var Strandarhöfuð og ræktunarbú ársins var Vöðlar.

Vöðlar var útnefnd ræktunarbú ársins

Strandarhöfuð var keppnishestabú ársins

Keppnishestabú Geysis

  • Strandarhöfuð
  • Strandarhjáleiga
  • Þjóðólfshagi

Ræktunarbú Geysis

  • Fákshólar
  • Sumarliðabær 2
  • Vöðlar

Hæst dæmdi stóðhestur í Geysi var Gauti frá Vöðlum sem ræktaður er af Margeiri Þorgeirssyni en hann hlaut í aðaleinkunn 8,72. Hæst dæmda hryssan var Alda frá Sumarliðabæ 2 sem hlaut í aðaleinkunn 8,71 og ræktuð er af Birgi Má Ragnarssyni.

Allir aldursflokkar kynbótahrossa bæði stóðhestar og hryssur

  • 7 vetra og eldri
    • Hryssur – Hrefna frá Fákshólum, 8.46  –  Jakob Svavar Sigurðsson
    • Stóðhestar – Gauti frá Vöðlum, 8.72 – Margeir Þorgeirsson 
  • 6 vetra
    • Hryssur –  Eyrún frá Fákshólum, 8.70 – Helga Una Björnsdóttir 
    • Stóðhestur – Skuggi frá Sumarliðabæ 2, 8.56 – Birgir Már Ragnarsson 
  • 5 vetra 
    • Hryssur – Alda frá Sumarliðabæ 2, 8.71 – Birgir Már Ragnarsson 
    • Stóðhestur – Svartur Frá Vöðlum, 8.56 – Ástríður Lilja Guðjónsdóttir og Margeir Þorgeirsson 
  • 4 vetra
    • Hryssur – Askja frá Hjarðartúni, 8.21 – Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir 
    • Stóðhestur – Leiknir frá Ásholti, 8.27 – Ólafur Brynjar Ásgeirsson

Hryssubikar Geysis

  • Alda frá Sumarliðabæ 2, 8.71 – Birgir Már Ragnarsson 

Stóðhestabikar Geysis

  • Gauti frá Vöðlum, 8.72 – Margeir Þorgeirsson

Tilnefndir í knapaflokki

Íþróttaknapi Geysis

  • Ásmundur Ernir Snorrason
  • Benjamín Sandur Ingólfsson
  • Elvar Þormarsson
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Þorgeir Ólafsson

Gæðingaknapi Geysis

  • Elvar Þormarsson
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Hlynur Guðmundsson
  • Ísleifur Jónasson
  • Sigurður Sigurðarson

Ungmenni Geysis

  • Anna María Bjarnadóttir
  • Jón Ársæll Bergmann
  • Kristján Árni Birgisson
  • Lilja Dögg Ágústsdóttir
  • Steinunn Lilja Guðnadóttir

Heimahagabikarinn

  • Elín Hrönn Sigurðardóttir
  • Halldóra Anna Ómarsdóttir
  • Kristín Birna ÓSkarsdóttir
  • Orri Arnarson
  • Sarah Maagaard Nielsen

Skeiðskálin

  • Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Hans Þór Hilmarsson
  • Kristján Árni Birgisson
  • Sigurður Sigurðarson
  • Þorgeir Ólafsson

Knapi ársins

  • Ásmundur Ernir Snorrason

Mjölnisbikarinn

  • Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði 9,13

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar