Hestamannafélagið Geysir Glæsileg úrslit í tölti á Hellu

  • 12. maí 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr úrslitum í slaktaumatölti T4, tölti T3 og T7 á WR íþróttamóti Geysis

Síðasti dagurinn á WR íþróttamóti Geysis hófst í morgun á úrslitum í slaktaumatölti T4 og í tölti T3 og T7.

Henna Johanna Sirén vann slaktaumatöltið í 1. flokki á Herjann frá Eylandi en þau hlutu 6,62 í einkunn. Unglingaflokkinn vann Ragnar Dagur Jóhannsson á Alúð frá Lundum II með 5,25 í einkunn.

Boðið var uppá úrslit í tölt T3 í öllum flokkum og í barnaflokki voru einnig riðin úrslit í tölti T7. Þar hlaut Jakob Freyr Maagaard Ólafsson gullið með 5,92 í einkunn en hann sat Kiljan frá Miðkoti.

Í tölti T3 var það Kristín Rut Jónsdóttir sem vann barnaflokkinn á Roða frá Margrétarhofi með 6,50 í einkunn. Svanhildur Jónsdóttir vann 2. flokkinn á Takti frá Torfunesi og 1. flokkinn vann Sigríkur Jónsson á Hrefnu frá Efri-Úlfsstöðum. Í meistaraflokki voru þeir jafnir í efsta sæti Guðbjörn Tryggvason á Vök frá Dalbæ og Kári Steinsson á Sigurrós frá Lerkiholti. Þurfti sætaröðun frá dómurum til að skera úr um sigurvegara sem varð Kári Steinsson.

Bein útsending hefur verið frá mótinu í allan dag á vef Eiðfaxa. Fyrir þá sem vilja horfa á eitthvað af sýningunum aftur er það hægt með því að smella HÉR.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr úrslitum í tölti T3, T4 og T7.

A úrslit – Slaktaumatölt T4 – 1. flokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Henna Johanna Sirén Herjann frá Eylandi 6,62
2 Gunnar Eyjólfsson Rökkvi frá Litlalandi Ásahreppi 6,12
3 Orri Arnarson Tign frá Leirubakka 5,96
4 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli 5,71
5 Kristján Hrafn Ingason Úlfur frá Kirkjubæ 5,17

A úrslit – Slaktaumatölt T4 – Unglingaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ragnar Dagur Jóhannsson Alúð frá Lundum II 5,25
2 Hildur María Jóhannesdóttir Stormur frá Þorlákshöfn 5,21
3 Hekla Eyþórsdóttir Flís frá Hemlu I 3,79
4 Hákon Þór Kristinsson Kolvin frá Langholtsparti 1,00

A úrslit – Tölt T7 – Barnaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jakob Freyr Maagaard Ólafsson Kiljan frá Miðkoti 5,92
2-3 Jón Guðmundsson Svarta-Brúnka frá Ásmundarstöðum 5,67
2-3 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir Katla frá Hólsbakka 5,67
4 Hrafnar Freyr Leósson Heiðar frá Álfhólum 5,50
5 Anna Sigríður Erlendsdóttir Bruni frá Varmá 5,42
6 Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir Kátur frá Þúfu í Landeyjum 5,25

A úrslit – Tölt T3 – Barnaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Kristín Rut Jónsdóttir Roði frá Margrétarhofi 6,50
2 Jakob Freyr Maagaard Ólafsson Djörfung frá Miðkoti 6,22
3 Eðvar Eggert Heiðarsson Fiðringur frá Kirkjulæk II 5,83
4 Sigríður Fjóla Aradóttir Kvistur frá Strandarhöfði 5,61
5 Ragnar Dagur Jóhannsson Hulda frá Hveragerði 4,72
6 Júlía Mjöll Högnadóttir Kolbakur frá Hólshúsum 4,61

A úrslit – Tölt T3 – 2. flokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Svanhildur Jónsdóttir Taktur frá Torfunesi 5,94
2 María Guðný Rögnvaldsdóttir Elíta frá Mosfellsbæ 5,67
3 Jakobína Agnes Valsdóttir Örk frá Sandhólaferju 5,33
4 Berglind Ágústsdóttir Framsýn frá Efra-Langholti 5,22
5 Marie Louise Fogh Schougaard Lóra frá Blesastöðum 1A 4,78

A úrslit – Tölt T3 – 1. flokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Sigríkur Jónsson Hrefna frá Efri-Úlfsstöðum 6,89
2 Elín Árnadóttir Ísabella frá Stangarlæk 1 6,83
3 Vilborg Smáradóttir Ræðu-Jarl frá Brúnastöðum 2 6,56
4 Brynjar Nói Sighvatsson Gáta frá Strandarhjáleigu 6,44
5 Snæbjörg Guðmundsdóttir Dís frá Bjarnanesi 6,39
6 Ragnheiður Þorvaldsdóttir Ekkó frá Hvítárholti 6,17

A úrslit – Tölt T3 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1-2 Guðbjörn Tryggvason Vök frá Dalbæ 6,67
1-2 Kári Steinsson Sigurrós frá Lerkiholti 6,67
3-4 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Dimma frá Flagbjarnarholti 6,50
3-4 Ólafur Þórisson Tíbrá frá Hólmum 6,50
5 Svanhildur Guðbrandsdóttir Orka frá Laugardælum 6,28

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar