Glæsilegasta folaldið var Heimir frá Syðra-Langholti

  • 13. mars 2023
  • Fréttir
Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna var haldin 12. Mars í Reiðhöllinni á Flúðum. Óhætt er að segja að þáttaka hafi verið með eindæmum góð en 43 folöld voru skráð til leiks í þremur flokkum.

Virkileg skemmtileg dagsstund þar sem margt var um manninn á áhorfendapöllunum og áhugasamir hrossaræktendur og aðrir gestir virtu fyrir sér vonarstjörnur framtíðarinnar. Að loknum úrslitum í öllum flokkum var farið yfir niðurstöður og ýmis önnur mál yfir veglegu kaffihlaðborði í boði félagsins.

Stjórnin þakkar öllum þeim sem mættu með folöld og öðrum gestum fyrir komuna.

Dómarar voru þeir Karl Áki Sigurðsson og Guðbjörn Tryggvason og þökkum við þeim sérstaklega fyrir þeirra framlag. Glæsilegasta folald sýningarinnar að mati áhorfenda var Heimir frá Syðra-Langholti.

Hér að neðan má sjá önnur úrslit dagsins:

Hestar innan félags
1. Úði frá Túnsbergi
Rauðstjörnóttur
F. Sólfaxi frá Herríðarhólli
M. Yrsa frá Túnsbergi
Ræktendur og eigendur: Gunnar Eiríksson og Magga Brynjólfsdóttir

2. Bjartmar frá Krika IS2022183156
Ljósmóálóttur
F. Rektor frá Krika
M. Vitrun frá Helgastöðum 2
Ræktandi og eigandi: Loftur Magnússon

3. Heimir frá Syðra-Langholti IS2022188322
Jarpskjóttur
F. Borgfjörð frá Morastöðum
M. Salka frá Helgustöðum
Ræktendur og eigendur: Arna Þöll Sigmundsdóttir og Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson

4. Þróttur frá Reykjadal IS2022188291
Brúnn
F. Þráinn frá Flagbjarnarholti
M. Framsókn frá Litlu-Gröf
Ræktendur og eigendur: Guðríður Eva Þórarinsdóttir og Jón William Bjarkason

5. Valtýr frá Hrafnkelsstöðum 1 IS2022188213
Rauðnösóttur
F. Sólfaxi frá Herríðarhóli
M. Hávör frá Hrafnkelsstöðum 1
Ræktandi og eigandi: Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir

Verðlaunahafar í hestaflokki

Hryssur innan félags
1. Ísafold frá Syðra-Langholti IS2022288322
Jarpskjótt
F. Ísak frá Þjórsárbakka
M. Gleði frá Kaldbak
Ræktandi og eigandi: Sigmundur Jóhannesson

2. Iðja frá Ásatúni IS2022288267
Fífilbleikblesótt leistótt
F. Rauðskeggur frá Kjarnholtum 1
M. Íva frá Ásatúni
Ræktendur og eigendur: Grímur Guðmundsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir

3. Glóð frá Haukholtum
Rauð
F. Drumbur frá Víðivöllum-Fremri
M. Elding frá Haukholtum
Ræktendur og eigendur: Þorsteinn Loftsson og Steinunn Lilja Svövudóttir

4. Salka frá Syðra-Langholti IS2022288231
Jarpskjótt tvístjörnótt
F. Spuni frá Vesturkoti
M. Sæla frá Syðra-Langholti
Ræktendur og eigendur: Árni Þór Hilmarsson og Freyja Þorkelsdóttir

5. Valka frá Flúðum IS2022288306
Jörp
F. Kristall frá Krika
M. Fjöður frá Flúðum
Ræktandi og eigandi: Þorkell Þorkelsson

Verðlaunahafar í hryssuflokki

Gestaflokkur – hryssur og hestar utan félags
1. Fálki frá Efri-Brú
Brúnn
F. Vökull frá Efri-Brú
M. Petra frá Efri-Brú
Ræktandi og eigandi: Sigvaldi Ægisson

2. Feykir frá Sandholti IS2022188257
Móálóttur
F. Fenrir frá Feti
M. Móhildur frá Blesastöðum 1A
Ræktandi og eigandi: Eiríkur Arnarsson

3. Maja frá Stafholti IS2022225726
Brúnskjótt tvístjörnótt
F. Þráinn frá Flagbjarnarholti
M. Mirra frá Stafholti
Ræktendur og eigendur: Páll Jóhann Pálsson og Guðmunda Kristjánsdóttir

4. Vákur frá Varmá IS2022182060
Rauðstjörnóttur
F. Sólfaxi frá Herríðarhóli
M. Hind frá Hrafnkelsstöðum 1
Ræktandi og eigandi: Janus Halldór Eiríksson

5. Sigurveig frá Felli IS2022288467
Jörp
F. Veigar frá Skipaskaga
M. Dagrenning frá Kjarnholtum
Ræktandi: Kristján Ketilsson
Eigendur: Kristján Ketilsson, Ása María Ásgeirsdóttir, Jón William Bjarkason og Guðríður Eva Þórarinsdóttir

Verðlaunahafar í gestaflokki

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar