Glæsilegt mót járningamanna á Hólum!

  • 27. nóvember 2025
  • Fréttir

Leó Hauksson var krýndur Íslandsmeistari

Leó Hauksson Íslandsmeistari

Síðastliðna helgi fór mótið Iceland Farrier Competition fram á Hólum í Hjaltadal og var það sögulegt fyrir þær sakir að það var í fyrsta skipti keppt í alþjóðlegum opnum flokki. Mótið fór fram með breyttu sniði frá því sem verið hefur og þurftu keppendur m.a. að smíða skeifur eftir teikningu.

Keppni í flokki Íslandsmeistara var hnífjöfn og skildu aðeins fáein stig keppendur að, það endaði þó með því að Leó Hauksson var krýndur Íslandsmeistari. Í opnum flokki minna vönum sigraði William Hammer Vibe frá Noregi og í opna alþjóðlega flokknum vann Oda Skaret Orskaug frá Noregi.

 

Niðurstöður

Íslandsmeistaraflokkur.

  1. Leó Hauksson – Ísland
  2. Hreinn Gunnar Guðmundsson – Ísland
  3. Magnús Ingi Másson – Ísland

Opinn flokkur minna vanir:

  1. William Hammer Vibe – Noregur
  2. Emma Li Anderson – Svíþjóð
  3. Unnsteinn Reynisson – Ísland

Verðlaunahafar í opnum flokki minna vönum

Opinn alþjóðlegur flokkur

  1. Oda Skaret Orskaug – Noregur
  2. Orgeir Langset – Noregur
  3. Lukas Knapec – Noregur

Verðlaunahafar í opnum alþjóðlegum flokki

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar