Glampi frá Kjarrhólum á Feti í sumar

  • 12. maí 2022
  • Fréttir
Notkunarupplýsingar stóðhesta

Glampi tekur á móti hryssum á Feti stax eftir Landsmót. Glampi er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og  Galsadótturinni Gígju frá Árbæ.

Glampi hefur hlotið 8,68 í kynbótadóm, 8,59 fyrir sköpulag og 8,72 hæfileika. Hann hlaut m.a. 9,0 fyrir tölt, skeið, samstarfvilja og fegurð í reið og 9,5 fyrir hægt tölt.

Glampi hefur farið yfir 7 bæði í tölti og fimmgangi í sínum fyrstu keppnum.

Verð fyrir tollinn er 165.000 kr.- með vsk. fyrir utan girðingargjald og sónar.

Hægt er að hafa samband við Ólaf Andra í síma 847-0810 eða oli@fet.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar