Gleðilegan þjóðhátíðardag

  • 17. júní 2020
  • Fréttir

Íslenski hesturinn og íslenski fáninn fara vel saman. Hér er Skapti á Hafsteinsstöðum fánaberi á LM2016

Í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga þar sem minnst er þess að þennan dag árið 1944 fékk Ísland fullt sjálfstæði frá Danmörku.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land þó svo að á flestum stöðum séu einhverjar hömlur á skrúðgöngum og öðrum fjöldamannfögnuðum vegna Covid-19.

Íslenski hesturinn leikur hlutverk í dag og bjóða mörg hestamannafélög upp á það að teyma undir börnum. Þá fer oft knapi og hestur fyrir skrúðgöngum þar sem þær eru haldnar.

Starfsmenn Eiðfaxa senda öllum Íslendingum hamingjuóskir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar