Gleðilegt sumar!

Mynd tekin í hestaferðinni Power of Creation með Íshestum Ljósmyndari: Gígja Dögg Einarsdóttir
Starfsfólk Eiðfaxa óskar hestamönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir samfylgdina í vetur. Þetta er búið að vera fróðlegur og skemmtilegur vetur þar sem við hófum nýja árið á að kynna EiðfaxaTV til leiks en viðtökurnar fóru fram úr okkar vonum. Lestur á vefnum okkar hefur aldrei verið meiri en þessa fyrstu þrjá mánuði ársins voru lesendur um 45.000 talsins með yfir 380.000 flettingar á mánuði.
Sumarið færir hestamönnum birtu og yl og eru þetta tímamót sem ástæða er til að gleðjast yfir. Fjórðungsmót og Heimsmeistaramót framundan ásamt biðinni eftir nýjum vonarstjörnum, hestaferðum, önnur frábær hestamót og ég tala nú ekki um skemmtilegir útreiðatúrar með vinum og vandamönnum.
Njótið dagsins.