Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Glódís og Jakob jöfn eftir forkeppni

  • 8. febrúar 2024
  • Fréttir

Mynd: Meistaradeild í hestaíþróttum

Forkeppni er lokið í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum.

Glódís Rún Sigurðardóttir á Breka frá Austurási og Jakob Svavar Sigurðsson á Hrefnu frá Fákshólum eru jöfn í 1. – 2. sæti með 7,93 í einkunn eftir forkeppni

Ásmundur Ernir Snorrason er þriðji á Hlökk frá Strandarhöfði og fjórða er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Flóvent frá Breiðstöðum. Helga Una Björnsdóttir á Ósk frá Stað kemur þar á eftir og sjötti er Bjarni Jónasson á Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli.

Tveir knapar úr liði Hjarðartúns eru í úrslitum, einn úr liði Hrímnis/Hest.is, einn úr liði Þjóðólfshaga/Sumarliðabæjar, einn úr liði Ganghesta/Margrétarhofs og einn knapi úr liði Árbakka/Hestvits

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr forkeppni

Tölt T2 – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1-2 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 7,93
1-2 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 7,93
3 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,87
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,77
5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,67
6 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,60
7 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili 7,57
8 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sesar frá Rauðalæk 7,53
9 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 7,40
10 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,33
11 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp 7,30
12-13 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá 7,27
12-13 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi 7,27
14 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti 7,13
15 Pierre Sandsten Hoyos Tristan frá Stekkhólum 7,10
16 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi 6,97
17 Ólafur Andri Guðmundsson Draumur frá Feti 6,87
18 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 6,83
19 Jón Ársæll Bergmann Grímur frá Skógarási 6,47
20 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A 6,33
21 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 5,97
22 Sigurður Sigurðarson Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 5,57
23 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hylur frá Flagbjarnarholti 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar