Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Glódís vann slaktaumatöltið

  • 8. febrúar 2024
  • Fréttir

Glódís Rún og Breki sigurvegarar slaktaumatöltsins í Meistaradeildinni Mynd: Árný Oddbjörg Oddsdóttir

Þá er keppni lokið í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Það voru spennandi A úrslitin í slaktaumatöltinu en fór svo að Glódís Rún Sigurðardóttir vann á Breka frá Austurási með 8,04 í einkunn. Fyrir síðasta atriðið, tölt á slökum taum, voru þau Glódís og Breki þriðju en með öruggri sýningu á slaka taumnum náðu þau að næla sér í efsta sætið.

Annar varð Jakob Svavar Sigurðsson á Hrefnu frá Fákshólum með 8,00 í einkunn og þriðji Ásmundur Ernir Snorrason á Hlökk frá Strandarhöfði.

Það var lið Hjarðartúns sem hlaut liðaplattann en tveir knapar úr liðinu voru í úrslitum þau Jakob Svavar og Helga Una Björnsdóttir. Elvar Þormarsson keppti líka fyrir liðið í kvöld og endaði í 12. sæti.

Staðan í liðakeppninni er nokkuð óbreytt lið Hestvit/Árbakka leiðir en lið Hjarðartúns saxar á muninn og er nú tveimur stigum fyrir neðan það. Þriðja í röðinni er lið Ganghesta/Margrétarhofs.

Jakob Svavar leiðir enn einstaklingskeppnina með 22 stig og önnur er Glódís Rún með 20 stig, dýrmæt stig sem hún náði sér í kvöld.

A úrslit – Slaktaumatölt – Meistaradeild

Sæti Knapi Hross Lið Einkunn
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Hestvit/Árbakki 8,04
2 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún 8,00
3 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is 7,88
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof 7,71
5 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 7,62
6 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Hjarðartún 7,25

Tölt T2 – Forkeppni – Meistaradeild

Sæti Knapi Hross Lið Einkunn
1-2 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Hestvit/Árbakki 7,93
1-2 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún 7,93
3 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is 7,87
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof 7,77
5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Hjarðartún 7,67
6 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 7,60
7 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili Top Reiter 7,57
8 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sesar frá Rauðalæk Hestvit/Árbakki 7,53
9 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp Hrímnir/Hest.is 7,40
10 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Ganghestar/Margrétarhof 7,33
11 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp Uppboðssæti 7,30
12-13 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá Ganghestar/Margrétarhof 7,27
12-13 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Hjarðartún 7,27
14 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti Uppboðssæti 7,13
15 Pierre Sandsten Hoyos Tristan frá Stekkhólum Hestvit/Árbakki 7,10
16 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrímnir/Hest.is 6,97
17 Ólafur Andri Guðmundsson Draumur frá Feti Austurkot/Pula 6,87
18 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Austurkot/Pula 6,83
19 Jón Ársæll Bergmann Grímur frá Skógarási Austurkot/Pula 6,47
20 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Top Reiter 6,33
21 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 5,97
22 Sigurður Sigurðarson Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 5,57
23 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hylur frá Flagbjarnarholti Top Reiter 0,00

Staðan í liðakeppninni

Hestvit/Árbakki 97 stig
Hjarðartún 95 stig
Ganghestar/Margrétarhof 86 stig
Hrímnir/Hest.is 61,5 stig
Top Reiter 45 stig
Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 40,5 stig
Austurkot/Pula 36 stig

Efstu þrír í einstaklingskeppninni

Jakob Svavar Sigurðsson 22 stig
Glódís Rún Sigurðardóttir 20 stig
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 17 stig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar