Hestamannafélagið Fákur Góð hross og glæsileg umgjörð á Reykjavíkurmeistaramóti

  • 1. júní 2024
  • Tilkynning

Það má búast við glæsilegum gæðingum líkt og vanalega á Reykjavíkurmeistaramóti

Opið fyrir skráningar á Reykjavíkurmeistaramót

Opnað hefur verið fyrir skráningar á opna WR Reykjavíkurmeistaramót Fáks sem fram fer dagana 10.- 16. júní n.k. Á Facebook má finna viðburðinn undir nafninu „Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR 2024“  og þar má finna ýmsar upplýsingar um mótið, svo það er um að gera að melda sig eða merkja við „going“ á þann viðburð til að fylgjast með fréttum.

Skráningar í greinar fara fram á vef Sportfengs, IS2024FAK192 og lýkur skráningarfresti á miðnætti 3. júní. Allar spurningar varðandi skráningar á mótið skal senda skriflega á skraning@fakur.is.

  • Skráningar sem berast eða eru ógreiddar eftir að skráningarfresti lýkur
    verða ekki teknar gildar.
    · Skráum í tíma svo vandamál sem upp geta komið í skráningu séu leyst áður en frestur
    rennur út.

Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga:
· Nái skráningar ekki 25 í flokki eru eingöngu riðin A-úrslit.
· Nái skráningar ekki 10 í flokki fellur flokkurinn niður.
· Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni.
· Mótið er World Ranking mót og mikilvægt að keppendur hafi kynnt sér nýjustu útgáfu
af keppnisreglum. Sjá nánar á vef LH og FEIF.

Greinar og flokkar í boði:
· T1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
· T2 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
· T3 – meistaraflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
· T4 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
· T7 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 2. flokkur.
· V1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
· V2 – meistaraflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
· V5 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 2. flokkur.
· F1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
· F2 – meistaraflokkur, unglingaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
· P1 250m skeið – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
· P2 100m skeið – meistaraflokkur, 1. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur.
· P3 150m skeið – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
· PP1 gæðingaskeið – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.

Það verður að venju mikill hestakostur og glæsileg umgjörð sem einkenna munu Víðidalinn í
Reykjavík þessa mótsdaga og allir velkomnir að koma og fylgjast með heimsklassa sýningum
í öllum keppnisgreinum, styrkleika- og aldursflokkum!

Framkvæmdastjóri: Einar Gíslason
Mótsstjóri: Hilda Karen Garðarsdóttir
Vallarstjóri: Þórir Örn Grétarsson
Yfirdómari: Sigurður Emil Ævarsson

Mótanefnd Fáks býður alla velkomna í Víðidalinn!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar