Góður hestakostur í kynbótadómi á Fjórðungsmóti Vesturlands

  • 16. júlí 2025
  • Fréttir

Verðlaunaafhending í elska flokki hryssna

Alls mættu 50 hross til dóms

Fjórðungsmót Vesturlands fór fram í Borgarnesi dagana 2.-6. júlí. Í kynbótahluta mótsins voru alls sýnd 50 hross í fullnaðardómi og var hestakosturinn góður, þótt dræm mæting hafi verið í nokkra af aldursflokkunum. Dómarar á sýningunni voru þau Þorvaldur Kristjánsson, Steinunn Anna Halldórsdóttir og Sveinn Ragnarsson.

Verðlaun í flokki kynbótahrossa voru glæsileg og gefinn til minningar um hinn magnaða hrossaræktanda Ollu í Nýjabæ sem féll frá í vetur.

Guðbrandur Reynisson sonur Ollu í Nýjabæ stendur við verðlaunagripina og með honum er dóttir hans Ólöf Kolbrún

Ímynd hæst dæmda hross mótsins

Hæst dæma hross mótsins var Ímynd frá Litla-Dal, en hún stóð efst í flokki elstu hryssna. Ímynd er sjö vetra gömul undan Sægrími frá Bergi og Mynd frá Litla-Dal, ræktendur hennar eru þau Jónas Vigfússon og Kristín Thorberg en eigendur eru þau Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir á Bergi. Sýnandi Ímyndar var Daníel Jónsson. Fyrir sköpulag hafði hún hlotið 8,42 og hlaut hún fyrir hæfileika 8,75 í aðaleinkunn 8,63. Afbragðsgóð alhliðahryssa með jafnar og góðar gangtegundir, hlaut hún m.a. 9,0 fyrir tölt, brokk og samstarfsvilja.

 

Anna Dóra og Jón Bjarni taka við verðlaunum fyrir Ímynd frá Litla Dal

Króli hlaut Blesabókina

Samkvæmt venju var Blesabókin afhent því hrossi sem skartar hæstum sköpulagsdómi af kynbótahrossum sem sýnd eru á mótinu og féll sá heiður í skaut Króla frá Skipaskaga. Blesabókin var gefin af fjölskyldunni í Skáney til minningar um Marinó Jakobsson. Króli er fimm vetra gamall undan Veigari frá Skipaskaga og Kjarnorku frá Kálfholti, hlaut hann 8,75 fyrir sköpulag með 9,5 fyrir hófa og 9,0 fyrir höfuð, háls, herðar og bóga og samræmi. Sýnandi hans var Benjamín Sandur Ingólfsson en hann er eigandi hestsins ásamt ræktendum hans þeim Jóni Árnasyni og Sigurveigu Stefánsdóttur á Skipaskaga.

Sigurveig Stefánsdóttir tekur við Blesabókinni fyrir Króla frá Skipaskaga sem Benjamín Sandur Ingólfsson situr á

Efstu stóðhestar í hverjum aldursflokki

Í flokki elstu stóðhesta, sjö vetra og eldri, mættu tveir stóðhestar til mótsins en það voru þeir Losti frá Skáney og Náttfari frá Enni. Losti hlaut hærri dóm en hann hafði hlotið 8,72 fyrir sköpulag og hlaut fyrir hæfileika 8,06 og í aðaleinkunn 8,29. Sýnandi hans var Haukur Bjarnason sem einnig er eigandi og ræktandi. Faðir Losta er Skýr frá Skálakoti en móðir er List frá Skáney.

Flokkur sjö vetra og eldri stóðhesta

Í flokki sex vetra gamalla stóðhesta stóð Frár frá Bessastöðum efstur en hann er undan Óskasteini frá Íbishóli og Fröken frá Bessastöðum. Ræktendur hans og eigendur eru Jóhann B. Magnússon og Fríða Rós Jóhannsdóttir og það var Jóhann sem var knapi. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,35 og fyrir hæfileika 8,53 þar sem hæst ber einkunnin 9,5 fyrir skeið.

Efstu stóðhestar í sex vetra flokki

Í flokki fimm vetra gamalla stóðhesta stóð efstur Njörður frá Hrísakoti sem er undan Gljátoppi frá Miðhrauni og Hugrúnu frá Strönd II ræktandi hans og eigandi er Sif Matthíasdóttir en knapi var Flosi Ólafsson. Njörður er með 8,40 fyrir sköpulag, 8,61 fyrir hæfileika og 8,54 í aðaleinkunn. Hlaut hann m.a. 9,0 fyrir tölt, skeið og samstarfsvilja.

Flosi Ólafsson tekur við verðlaunum fyrir Njörð frá Hrísakoti

Í yngsta flokki stóðhesta, þeirra sem fjögurra vetra gamlir eru, stóð efstur Kjarval frá Sámsstöðum en sá er undan Skýr frá Skálakoti og List frá Sámsstöðum. Ræktendur hans og eigendur eru Höskuldur Jónsson og Elfa Ágústsdóttir en sýnandi var Gústaf Ásgeir Hinriksson. Kjarval hlaut fyrir sköpulag 8,46, fyrir hæfileika 8,25 og í aðaleinkunn 8,32.

Kjarval frá Sámsstöðum stóð efstur 4.vetra gamalla stóðhesta

Efstu hryssur

Eins og áður segir í greininni að þá var það Ímynd frá Litla Dal sem stóð efst í elsta flokki hryssna. Í flokki sex vetra gamalla var það einnig hryssa úr eigu þeirra Jóns Bjarna og Önnu Dóri á Bergi sem stóð efst. Sú heitir Blíða frá Bergi undan Skýr frá Skálakoti og Rót frá Bergi. Hlaut hún fyrir sköpulag 8,58, fyrir hæfileika 8,65 og í aðaleinkunn 8,62 sýnandi hennar var Daníel Jónsson.

Blíða frá Bergi var efsti í flokki sex vetra hryssna

Í flokki fimm vetra gamalla hryssa stóð efst Skriða frá Leirulæk sýnd af Þorgeiri Ólafssyni. Hún er enn einn fljúgandi alhliðagæðingurinn undan Gnýpu frá Leirulæk en Skriða hlaut m.a. 9,5 fyrir skeið, faðir hennar er Jökull frá Breiðholti í Flóa. Hlaut hún fyrir sköpulag 8,27, fyrir hæfileika 8,48 og í aðaleinkunn 8,41. Ræktandi hennar og eigandi er Guðrún Sigurðardóttir.

Efstu fimm vetra hryssur á mótinu

Í flokki 4.vetra gamalla hryssa var það Glíma frá Grund II sem stóð efst og er einnig eins og sem stendur hæst dæmda hryssa ársins í þeim flokki. Ræktandi hennar er Örn Stefánsson sem er eigandi ásamt Ólöfu Stefánsdóttir. Glíma er undan Glúmi frá Dallandi og Grund frá Grund II. Fyrir sköpulag hlaut hún 8,46, fyrir hæfileika 8,35 og í aðaleinkunn 8,39. Sýnandi hennar var Þorgeir Ólafsson

Fjögurra vetra gamlar hryssur

 

Flokkur Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
7 vetra hestar og eldri Losti frá Skáney Haukur Bjarnason 8,72 8,06 8,29
7 vetra hestar og eldri Náttfari frá Enni Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir 8,26 7,71 7,90
6 vetra hestar Frár frá Bessastöðum Jóhann Birgir Magnússon 8,35 8,53 8,47
6 vetra hestar Kveldúlfur frá Fákshólum Jakob Svavar Sigurðsson 8,72 8,31 8,45
6 vetra hestar Dúx frá Skáney Flosi Ólafsson 8,62 8,25 8,38
6 vetra hestar Sandur frá Bergi Daníel Jónsson 8,34 8,14 8,21
5 vetra hestar Njörður frá Hrísakoti Flosi Ólafsson 8,40 8,61 8,54
5 vetra hestar Dans frá Snartartungu Þorgeir Ólafsson 8,68 8,35 8,47
5 vetra hestar Blæþór frá Hægindi Þorgeir Ólafsson 8,51 8,41 8,44
5 vetra hestar Þorinn frá Tunguhálsi II Teitur Árnason 8,39 8,43 8,42
5 vetra hestar Króli frá Skipaskaga Benjamín Sandur Ingólfsson 8,75 8,20 8,39
5 vetra hestar Dreyri frá Steinsholti 1 Daníel Jónsson 8,69 8,17 8,35
5 vetra hestar Heikir frá Lyngási Agnar Þór Magnússon 8,61 8,16 8,32
5 vetra hestar Sólbjartur frá Íbishóli Magnús Bragi Magnússon 8,39 8,08 8,19
5 vetra hestar Nátthrafn frá Bræðraá Agnar Þór Magnússon 8,11 7,83 7,93
4 vetra hestar Kjarval frá Sámsstöðum Gústaf Ásgeir Hinriksson 8,46 8,25 8,32
4 vetra hestar Skjöldur frá Skipaskaga Daníel Jónsson 8,64 8,09 8,29
4 vetra hestar Garpur frá Bergi Daníel Jónsson 8,50 8,12 8,26
4 vetra hestar Faldur frá Steinnesi Anna Kristín Friðriksdóttir 8,21 8,13 8,16
4 vetra hestar Vals frá Skipaskaga Daníel Jónsson 8,44 7,97 8,14
4 vetra hestar Þrymur frá Akrakoti Daníel Jónsson 8,14 8,08 8,11
7 vetra hryssur og eldri Ímynd frá Litla-Dal Daníel Jónsson 8,42 8,75 8,63
7 vetra hryssur og eldri Ísey frá Borgarnesi Benjamín Sandur Ingólfsson 8,43 8,57 8,52
7 vetra hryssur og eldri Ósk frá Narfastöðum Kristófer Darri Sigurðsson 8,42 8,28 8,33
7 vetra hryssur og eldri Hólmdís frá Eiðisvatni Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir 8,35 7,90 8,06
6 vetra hryssur Blíða frá Bergi Daníel Jónsson 8,58 8,65 8,62
6 vetra hryssur Diljá frá Skipaskaga Benjamín Sandur Ingólfsson 8,31 8,47 8,41
6 vetra hryssur Mist frá Valhöll Benedikt Þór Kristjánsson 8,66 8,07 8,28
6 vetra hryssur Álfrún frá Syðstu-Fossum Björn Haukur Einarsson 7,99 8,29 8,19
6 vetra hryssur Selja frá Narfastöðum Hans Þór Hilmarsson 8,36 8,07 8,17
6 vetra hryssur Sóldögg frá Steinnesi Teitur Árnason 8,34 8,00 8,12
6 vetra hryssur Ótta frá Efri-Þverá Guðmar Freyr Magnússon 8,07 8,08 8,08
5 vetra hryssur Skriða frá Leirulæk Þorgeir Ólafsson 8,27 8,48 8,41
5 vetra hryssur Birna frá Flögu Agnar Þór Magnússon 8,11 8,52 8,38
5 vetra hryssur Ósk frá Íbishóli Jón Ársæll Bergmann 8,21 8,36 8,31
5 vetra hryssur Elding frá Árdal Björn Haukur Einarsson 8,42 8,20 8,28
5 vetra hryssur Nútíð frá Feti Birna Olivia Ödqvist 8,59 7,92 8,15
5 vetra hryssur Hátíð frá Ferjukoti Flosi Ólafsson 8,34 8,00 8,12
5 vetra hryssur Líf frá Efsta-Seli Daníel Jónsson 8,04 8,15 8,12
5 vetra hryssur Evíta frá Laugarhvammi Elvar Logi Friðriksson 8,34 7,98 8,10
5 vetra hryssur Rut frá Valhöll Benedikt Þór Kristjánsson 8,41 7,88 8,06
5 vetra hryssur Elja frá Efri-Fitjum Hans Þór Hilmarsson 8,04 8,07 8,06
5 vetra hryssur Stoð frá Bessastöðum Jóhann Birgir Magnússon 8,19 7,78 7,93
4 vetra hryssur Glíma frá Grund II Þorgeir Ólafsson 8,46 8,35 8,39
4 vetra hryssur Snerting frá Laugalandi 1 Björn Haukur Einarsson 8,29 8,35 8,33
4 vetra hryssur Hrafndís frá Leirulæk Þorgeir Ólafsson 8,36 8,22 8,27
4 vetra hryssur Orka frá Flugumýri Teitur Árnason 8,46 8,07 8,21
4 vetra hryssur Blæja frá Bjarnarnesi Fanney Guðrún Valsdóttir 8,14 8,16 8,16
4 vetra hryssur Dögg frá Hjarðarholti Axel Örn Ásbergsson 7,87 8,13 8,04
4 vetra hryssur Tara frá Stafholtsveggjum Leifur George Gunnarsson 8,16 7,62 7,81

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar