Heimsmeistaramót „Góður hestur og ganghreinn“

  • 5. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Árna Björn Pálsson að lokinni sýningu á Hljómi frá Auðsholtshjáleigu

Í elsta flokki stóðhesta voru átta hestar sýndir en fulltrúi Íslands í þeim flokki er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sýndur af Árna Birni Pálssyni. Ræktendur hans eru Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir en eigandi er Stutteri Egebjerggård I/S. Faðir Hljóms er Organisti frá Horni og móðir er Tíbrá frá Ketilsstöðum.

Hljómur og Árni gerðu vel og hlutu sömu aðaleinkunn og á vorsýningu með 8,77. Þeir eru í forystu í þessum flokki fyrir yfirlit en skammt undan er annar af fulltrúum Svíþjóðar, Náttfari från Gunnvarbyn með 8,68 í aðaleinkunn.

Eiðfaxi hitti á Árna Björn að lokinni sýningu á Hljómi og tók hann tali!

Sjö vetra stóðhestar og eldri

Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Hljómur frá Auðsholtshjáleigu Árni Björn Pálsson 8,76 8,78 8,77
Náttfari från Gunvarbyn Agnar Snorri Stefansson 8,99 8,51 8,68
Gormur fra Villanora Þórður Þorgeirsson 8,42 8,58 8,52
Mótor från Smedjan Caspar Logan Hegardt 8,48 8,25 8,33
Glóðafeykir vom Weierholz Frauke Schenzel 8,45 8,14 8,25
Kristall vom Frobüel Anne Stine Haugen 8,03 8,15 8,11
Óskar fra Højgaarden Þórður Þorgeirsson 8,43 7,94 8,11
Geisli fra Løland Elin Johanssen 8,54 7,88 8,11

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar