„Góður hestur og ganghreinn“

Í elsta flokki stóðhesta voru átta hestar sýndir en fulltrúi Íslands í þeim flokki er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sýndur af Árna Birni Pálssyni. Ræktendur hans eru Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir en eigandi er Stutteri Egebjerggård I/S. Faðir Hljóms er Organisti frá Horni og móðir er Tíbrá frá Ketilsstöðum.
Hljómur og Árni gerðu vel og hlutu sömu aðaleinkunn og á vorsýningu með 8,77. Þeir eru í forystu í þessum flokki fyrir yfirlit en skammt undan er annar af fulltrúum Svíþjóðar, Náttfari från Gunnvarbyn með 8,68 í aðaleinkunn.
Eiðfaxi hitti á Árna Björn að lokinni sýningu á Hljómi og tók hann tali!
Sjö vetra stóðhestar og eldri
Hross | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Hljómur frá Auðsholtshjáleigu | Árni Björn Pálsson | 8,76 | 8,78 | 8,77 |
Náttfari från Gunvarbyn | Agnar Snorri Stefansson | 8,99 | 8,51 | 8,68 |
Gormur fra Villanora | Þórður Þorgeirsson | 8,42 | 8,58 | 8,52 |
Mótor från Smedjan | Caspar Logan Hegardt | 8,48 | 8,25 | 8,33 |
Glóðafeykir vom Weierholz | Frauke Schenzel | 8,45 | 8,14 | 8,25 |
Kristall vom Frobüel | Anne Stine Haugen | 8,03 | 8,15 | 8,11 |
Óskar fra Højgaarden | Þórður Þorgeirsson | 8,43 | 7,94 | 8,11 |
Geisli fra Løland | Elin Johanssen | 8,54 | 7,88 | 8,11 |