„Göldrun er með frábært geðslag“

  • 26. júlí 2020
  • Sjónvarp Fréttir

Opnu Gæðingamóti á Flúðum er nú lokið en úrslit í öllum gæðingagreinum fóru fram í dag. Öll úrslit voru spennandi og mun niðurstaða þeirra allra liggja fyrir á vef Eiðfaxa seinna í dag eða fyrramálið.

Það má fullyrða að úrslit í barnaflokki hafi verið á Landsmóts staðli slíkur var hestakosturinn og knaparnir engu síðri. Það var Þórhildur Lotta Kjartansdóttir sem stóð efst á hryssunni Göldrun frá Hákoti.

Blaðamaður Eiðfaxa tók hana tali að úrslitum loknum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.

A-úrslit í barnaflokki

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir / Göldrun frá Hákoti 8,71
2 Elva Rún Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 8,68
3 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir / Heiðrún frá Bakkakoti 8,67
4 Sigurbjörg Helgadóttir / Elva frá Auðsholtshjáleigu 8,66
5 Sölvi Þór Oddrúnarson / Leikur frá Mosfellsbæ 8,54
6 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir / Komma frá Traðarlandi 8,53
7 Eik Elvarsdóttir / Tíbrá frá Strandarhjáleigu 8,47
8 Ágúst Einar Ragnarsson / Herdís frá Hafnarfirði 8,35

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar