Gott ráð við snjósöfnun í hófum

  • 10. febrúar 2021
  • Fréttir

Hestafólk norðan heiða er orðið ansi vant vetrarfærð og mikilli snjókomu það sem af er vetri og nú þegar jörð er loks orðin hvít sunnan heiða einnig, fara ýmsir að lenda í algengu vandamáli sem er fylgifiskur snjókomu. Margir kannast við að geta ekki farið á bak þegar snjór hleðst í hóf. Þá könnumst við einnig mörg við það að hestar hafa misstigið sig illa þegar snjór hefur hlaðist í hóf og kalla hefur þurft á dýralækni með tilheyrandi kostnaði. Eins eru fjölmörg dæmi um að hestar hafa hrasað illa við þessar aðstæður. Þá getur komið sér vel að vera með snjófælur á hestunum sem öryggisatriði bæði fyrir hest og knapa.

Myndin er af snjófælu í framhóf. Þær fást formaðar bæði fyrir fram- og afturhófa en fælurnar fást í flestum hestavöruverslunum landsins og eru endingargóð og ódýr forvörn.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar