Kynbótasýningar Grímur á þau afkvæmi sem hæsta einkunn hlutu fyrir fet

  • 14. nóvember 2022
  • Fréttir
Meðaltal fyrir fet hjá afkvæmum stóðhesta sem eiga fjögur til níu dæmd afkvæmi á árinu.

Þegar öllum kynbótasýningum er lokið er hægt, með hjálp Worldfengs, að setjast niður og reikna út hin ýmsu meðaltöl hrossaræktendum til gagns og fróðleiks.

Eiðfaxi tekur nú fyrir eiginleika í hæfileikdómi. Skoðum næst fet og meðaltals einkunna afkvæma stóðhesta sem hafa skila 4-9 afkvæmum í fullnaðardóm á árinu.

Alls eru 52 stóðhestar sem eiga fjögur til níu dæmd afkvæmi á árinu.

Grímur frá Efsta-Seli er sá stóðhestur sem skilaði þeim afkvæmum sem hæsta einkunn hlutu fyrir fet. Meðaleinkunn þeirra fyrir fet er 8,38 en hann á alls 4 dæmd afkvæmi á árinu og meðalaldur þeirra var 7,5 ár.

Næstur er Framherji frá Flagbjarnarholti en meðaltal afkvæma hans fyrir fet er 8,29, meðalaldur 7,4 ár og átti hann sjö sýnd afkvæmi á árinu. Sær frá Bakkakoti er þriðji en hann átti átta dæmd afkvæmi á árinu og meðalaldur þeirra var 6,1 ár og meðaltal þeirra fyrir fet var 8,25.

Listi yfir þá stóðhesta sem eiga fjögur til níu fullnaðardæmd afkvæmi á árinu raða eftir meðaleinkunn fyrir fet.
Stóðhestur Fjöldi afkv. Aldur Fet
Grímur frá Efsta-Seli 4 7,5 8,38
Framherji frá Flagbjarnarholti 7 7,4 8,29
Sær frá Bakkakoti 8 6,1 8,25
Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði 8 7,9 8,13
Knár frá Ytra-Vallholti 4 7,8 8,13
Sævar fra Teland 5 6,0 8,10
Vökull frá Efri-Brú 6 5,7 8,08
Toppur frá Auðsholtshjáleigu 7 6,7 8,07
Vákur frá Vatnsenda 4 7,0 8,00
Narri frá Vestri-Leirárgörðum 5 6,4 8,00
Sólon frá Skáney 9 6,2 8,00
Apollo frá Haukholtum 6 4,7 8,00
Trausti frá Þóroddsstöðum 4 5,5 8,00
Hrímnir frá Ósi 5 7,2 8,00
Moli frá Skriðu 4 5,8 8,00
Hákon frá Ragnheiðarstöðum 9 5,0 7,94
Lord frá Vatnsleysu 5 6,4 7,90
Mars frá Feti 4 6,8 7,88
Þráinn frá Flagbjarnarholti 5 4,0 7,80
Lexus frá Vatnsleysu 4 6,8 7,75
Garri frá Reykjavík 6 7,5 7,75
Vilmundur frá Feti 4 6,5 7,75
Oliver frá Kvistum 6 5,5 7,75
Viktor fra Diisa 7 6,4 7,64
Erill frá Einhamri 4 5,5 7,63
Ísak frá Þjórsárbakka 4 4,8 7,63
Sædynur frá Múla 4 6,8 7,63
Nói frá Stóra-Hofi 4 6,0 7,63
Múli frá Bergi 5 6,0 7,60
Viking från Österåker 5 5,0 7,60
Aðall frá Nýjabæ 6 6,5 7,58
Skinfaxi fra Lysholm 7 5,1 7,57
Barði frá Laugarbökkum 5 7,2 7,50
Straumur frá Feti 5 6,2 7,50
Krákur frá Blesastöðum 1A 5 7,0 7,50
Stormur frá Herríðarhóli 4 5,8 7,50
Tígull fra Kleiva 4 5,0 7,50
Eldur frá Torfunesi 9 6,9 7,50
Klettur frá Hvammi 4 7,3 7,38
Kolskeggur frá Kjarnholtum 9 6,8 7,33
Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum 9 6,0 7,28
Boði frá Breiðholti 4 4,5 7,25
Nökkvi frá Syðra-Skörðugili 4 5,3 7,25
Sirkus frá Garðshorni 5 4,4 7,20
Hrókur frá Hjarðartúni 7 5,1 7,14
Drumbur frá Víðivöllum fremri 4 4,5 7,13
Hraunar frá Hrosshaga 4 5,0 7,00
Vaki från Österåker 4 5,0 7,00
Starri frá Herríðarhóli 4 6,0 7,00
Kjerúlf frá Kollaleiru 5 6,6 6,90
Kjarval från Knutshyttan 4 5,8 6,88
Dagfari frá Álfhólum 7 4,9 6,64

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar