Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Guðlaug og Kná með sigur í fimmgangi

  • 28. mars 2025
  • Fréttir

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir kampakát með sigurinn. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr

Lið Nýsmíði tók liðabikarinn

Keppni í fimmgangi í Samskipadeildinni í Spretti fór fram í gær og var Icewear aðalstyrktaraðili kvöldsins. Mótið var sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.

Að lokinni forkeppni var Sveinbjörn Bragason á toppnum á Gæfu frá Flagbjarnarholti með 6,60 í einkunn. Gæfa er ræktuð af Braga föður Sveinbjörns og er sannarlega heimaræktuð undan  Framherja frá Flagbjarnarholti og Gleði frá Flagbjarnarholti. Önnur að lokinni forkeppni var svo Guðlaug Jóna Matthíasdóttir á gæðingnum Kná frá Korpu sem hefur gert það gott í keppni ásamt eiganda sínum Garðari Hólm. Þriðji var svo Sigubjörn Viktosson á Vordísi frá Vatnsenda.

Í A-úrslitunum var það hins vegar Guðlaug Jóna sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins með 6,90 í einkunn og Sveinbjörn varð í öðru sæti. Sigurbjörn hélt sínum hlut og varð í þriðja sæti. Sigurvegari B-úrslita var Óskar Pétursson á Bjarti frá Finnastöðum.

Efstu þrjú á palli. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr

Stigahæsta lið kvöldsins var Nýsmíði en fyrir það lið kepptu Sigurbjörn Viktorsson, Kristín Ingólfsdóttir og Kristinn Karl Garðarsson

Liðsmenn Nýsmíði þeir Sigurbjörn Viktosson og Kristinn Karl Garðarsson. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr

 

Heildarniðurstöður mótsins

Fimmgangur F2
Fullorðinsflokkur – 2. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Sveinbjörn Bragason Gæfa frá Flagbjarnarholti 6,60
2 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Kná frá Korpu 6,37
3 Sigurbjörn Viktorsson Vordís frá Vatnsenda 6,13
4 Guðmundur Ásgeir Björnsson Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 5,90
5 Kolbrún Kristín Birgisdóttir Kolskör frá Lækjarbakka 2 5,83
6 Árni Geir Norðdahl Eyþórsson Svikari frá Litla-Laxholti 5,80
7 Darri Gunnarsson Ísing frá Harðbakka 5,67
8-9 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli 5,57
8-9 Ámundi Sigurðsson Gleði frá Miklagarði 5,57
10-11 Herdís Einarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti 5,53
10-11 Elías Árnason Blíða frá Árbæ 5,53
12 Óskar Pétursson Bjartur frá Finnastöðum 5,50
13 Erla Guðný Gylfadóttir Pipar frá Ketilsstöðum 5,50
14 Kristín Ingólfsdóttir Tónn frá Breiðholti í Flóa 5,47
15-16 Eyrún Jónasdóttir Fýr frá Engjavatni 5,43
15-16 Ólöf Guðmundsdóttir Tónn frá Hestasýn 5,43
17 Erla Magnúsdóttir Runi frá Reykjavík 5,30
18 Aníta Rós Róbertsdóttir Brekka frá Litlu-Brekku 5,20
19-20 Kristinn Karl Garðarsson Veigar frá Grafarkoti 5,10
19-20 Theódóra Þorvaldsdóttir Mist frá Litla-Moshvoli 5,10
21-22 Rósa Valdimarsdóttir Lás frá Jarðbrú 1 5,03
21-22 Þórdís Sigurðardóttir Hlíf frá Strandarhjáleigu 5,03
23 Gunnar Eyjólfsson Kristall frá Litlalandi Ásahreppi 4,97
24 Stefán Bjartur Stefánsson Rangá frá Árbæjarhjáleigu II 4,93
25 Svanbjörg  Vilbergsdótti Eyrún frá Litlu-Brekku 4,90
26 Steingrímur Jónsson Snæbjört frá Austurkoti 4,70
27 Hrönn Ásmundsdóttir Flosi frá Melabergi 4,63
28-30 Erla Katrín Jónsdóttir Luther frá Vatnsleysu 4,57
28-30 Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir Náttdís frá Rauðabergi 4,57
28-30 Valdimar Ómarsson Arna frá Mýrarkoti 4,57
31 Ragnheiður Jónsdóttir Góa frá Vestra-Fíflholti 4,53
32-33 Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá Hellnafelli 4,43
32-33 Orri Arnarson Mynt frá Leirubakka 4,43
34 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Þór frá Meðalfelli 4,30
35 Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Hella frá Efri-Rauðalæk 4,23
36 Erna Jökulsdóttir Sól frá Kirkjubæ 4,00
37 Arnhildur Halldórsdóttir Ópal frá Lækjarbakka 3,93
38 Brynja Pála Bjarnadóttir Telpa frá Gröf 3,90
39 Sigurbjörn Eiríksson Starri frá Syðsta-Ósi 3,77
40 Jónas Már Hreggviðsson Kolbrá frá Hrafnsholti 3,70
41 Guðrún Randalín Lárusdóttir Óðinn frá Narfastöðum 3,67
42 Sigurður Jóhann Tyrfingsson Rut frá Vöðlum 3,57
43 Harpa Kristjánsdóttir Sóley frá Heiði 3,47
44 Jóhann Albertsson Vinur frá Eyri 3,43
45 Arna Hrönn Ámundadóttir Grágás frá Oddgeirshólum 4 3,30
B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
7 Óskar Pétursson Bjartur frá Finnastöðum 6,40
8 Darri Gunnarsson Ísing frá Harðbakka 6,31
9 Elías Árnason Blíða frá Árbæ 6,12
10 Herdís Einarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti 5,90
11 Ámundi Sigurðsson Gleði frá Miklagarði 5,67
12 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli 5,10
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Kná frá Korpu 6,90
2 Sveinbjörn Bragason Gæfa frá Flagbjarnarholti 6,74
3 Sigurbjörn Viktorsson Vordís frá Vatnsenda 6,62
4 Árni Geir Norðdahl Eyþórsson Svikari frá Litla-Laxholti 6,36
5 Guðmundur Ásgeir Björnsson Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 6,29
6 Kolbrún Kristín Birgisdóttir Kolskör frá Lækjarbakka 2 6,02

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar