Guðlaug og Kná með sigur í fimmgangi

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir kampakát með sigurinn. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr
Keppni í fimmgangi í Samskipadeildinni í Spretti fór fram í gær og var Icewear aðalstyrktaraðili kvöldsins. Mótið var sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.
Að lokinni forkeppni var Sveinbjörn Bragason á toppnum á Gæfu frá Flagbjarnarholti með 6,60 í einkunn. Gæfa er ræktuð af Braga föður Sveinbjörns og er sannarlega heimaræktuð undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Gleði frá Flagbjarnarholti. Önnur að lokinni forkeppni var svo Guðlaug Jóna Matthíasdóttir á gæðingnum Kná frá Korpu sem hefur gert það gott í keppni ásamt eiganda sínum Garðari Hólm. Þriðji var svo Sigubjörn Viktosson á Vordísi frá Vatnsenda.
Í A-úrslitunum var það hins vegar Guðlaug Jóna sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins með 6,90 í einkunn og Sveinbjörn varð í öðru sæti. Sigurbjörn hélt sínum hlut og varð í þriðja sæti. Sigurvegari B-úrslita var Óskar Pétursson á Bjarti frá Finnastöðum.

Efstu þrjú á palli. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr
Stigahæsta lið kvöldsins var Nýsmíði en fyrir það lið kepptu Sigurbjörn Viktorsson, Kristín Ingólfsdóttir og Kristinn Karl Garðarsson

Liðsmenn Nýsmíði þeir Sigurbjörn Viktosson og Kristinn Karl Garðarsson. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr
Heildarniðurstöður mótsins
Fimmgangur F2 | |||
Fullorðinsflokkur – 2. flokkur | |||
Forkeppni | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Sveinbjörn Bragason | Gæfa frá Flagbjarnarholti | 6,60 |
2 | Guðlaug Jóna Matthíasdóttir | Kná frá Korpu | 6,37 |
3 | Sigurbjörn Viktorsson | Vordís frá Vatnsenda | 6,13 |
4 | Guðmundur Ásgeir Björnsson | Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 | 5,90 |
5 | Kolbrún Kristín Birgisdóttir | Kolskör frá Lækjarbakka 2 | 5,83 |
6 | Árni Geir Norðdahl Eyþórsson | Svikari frá Litla-Laxholti | 5,80 |
7 | Darri Gunnarsson | Ísing frá Harðbakka | 5,67 |
8-9 | Sigurlín F Arnarsdóttir | Hraunar frá Herríðarhóli | 5,57 |
8-9 | Ámundi Sigurðsson | Gleði frá Miklagarði | 5,57 |
10-11 | Herdís Einarsdóttir | Trúboði frá Grafarkoti | 5,53 |
10-11 | Elías Árnason | Blíða frá Árbæ | 5,53 |
12 | Óskar Pétursson | Bjartur frá Finnastöðum | 5,50 |
13 | Erla Guðný Gylfadóttir | Pipar frá Ketilsstöðum | 5,50 |
14 | Kristín Ingólfsdóttir | Tónn frá Breiðholti í Flóa | 5,47 |
15-16 | Eyrún Jónasdóttir | Fýr frá Engjavatni | 5,43 |
15-16 | Ólöf Guðmundsdóttir | Tónn frá Hestasýn | 5,43 |
17 | Erla Magnúsdóttir | Runi frá Reykjavík | 5,30 |
18 | Aníta Rós Róbertsdóttir | Brekka frá Litlu-Brekku | 5,20 |
19-20 | Kristinn Karl Garðarsson | Veigar frá Grafarkoti | 5,10 |
19-20 | Theódóra Þorvaldsdóttir | Mist frá Litla-Moshvoli | 5,10 |
21-22 | Rósa Valdimarsdóttir | Lás frá Jarðbrú 1 | 5,03 |
21-22 | Þórdís Sigurðardóttir | Hlíf frá Strandarhjáleigu | 5,03 |
23 | Gunnar Eyjólfsson | Kristall frá Litlalandi Ásahreppi | 4,97 |
24 | Stefán Bjartur Stefánsson | Rangá frá Árbæjarhjáleigu II | 4,93 |
25 | Svanbjörg Vilbergsdótti | Eyrún frá Litlu-Brekku | 4,90 |
26 | Steingrímur Jónsson | Snæbjört frá Austurkoti | 4,70 |
27 | Hrönn Ásmundsdóttir | Flosi frá Melabergi | 4,63 |
28-30 | Erla Katrín Jónsdóttir | Luther frá Vatnsleysu | 4,57 |
28-30 | Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir | Náttdís frá Rauðabergi | 4,57 |
28-30 | Valdimar Ómarsson | Arna frá Mýrarkoti | 4,57 |
31 | Ragnheiður Jónsdóttir | Góa frá Vestra-Fíflholti | 4,53 |
32-33 | Kolbrún Grétarsdóttir | Hátíð frá Hellnafelli | 4,43 |
32-33 | Orri Arnarson | Mynt frá Leirubakka | 4,43 |
34 | Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir | Þór frá Meðalfelli | 4,30 |
35 | Inga Kristín Sigurgeirsdóttir | Hella frá Efri-Rauðalæk | 4,23 |
36 | Erna Jökulsdóttir | Sól frá Kirkjubæ | 4,00 |
37 | Arnhildur Halldórsdóttir | Ópal frá Lækjarbakka | 3,93 |
38 | Brynja Pála Bjarnadóttir | Telpa frá Gröf | 3,90 |
39 | Sigurbjörn Eiríksson | Starri frá Syðsta-Ósi | 3,77 |
40 | Jónas Már Hreggviðsson | Kolbrá frá Hrafnsholti | 3,70 |
41 | Guðrún Randalín Lárusdóttir | Óðinn frá Narfastöðum | 3,67 |
42 | Sigurður Jóhann Tyrfingsson | Rut frá Vöðlum | 3,57 |
43 | Harpa Kristjánsdóttir | Sóley frá Heiði | 3,47 |
44 | Jóhann Albertsson | Vinur frá Eyri | 3,43 |
45 | Arna Hrönn Ámundadóttir | Grágás frá Oddgeirshólum 4 | 3,30 |
B úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
7 | Óskar Pétursson | Bjartur frá Finnastöðum | 6,40 |
8 | Darri Gunnarsson | Ísing frá Harðbakka | 6,31 |
9 | Elías Árnason | Blíða frá Árbæ | 6,12 |
10 | Herdís Einarsdóttir | Trúboði frá Grafarkoti | 5,90 |
11 | Ámundi Sigurðsson | Gleði frá Miklagarði | 5,67 |
12 | Sigurlín F Arnarsdóttir | Hraunar frá Herríðarhóli | 5,10 |
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Guðlaug Jóna Matthíasdóttir | Kná frá Korpu | 6,90 |
2 | Sveinbjörn Bragason | Gæfa frá Flagbjarnarholti | 6,74 |
3 | Sigurbjörn Viktorsson | Vordís frá Vatnsenda | 6,62 |
4 | Árni Geir Norðdahl Eyþórsson | Svikari frá Litla-Laxholti | 6,36 |
5 | Guðmundur Ásgeir Björnsson | Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 | 6,29 |
6 | Kolbrún Kristín Birgisdóttir | Kolskör frá Lækjarbakka 2 | 6,02 |