Guðmar Hólm og Dagur Sigurðarson með bestu tíma ársins

  • 16. september 2024
  • Fréttir
Frábærir tímar í ungmenna- og unglingaflokki

Nú er öllum mótum lokið á Íslandi og því vert að kíkja á stöðulista ársins og hverjir hafa náð hæstu einkunnum í hringvallargreinum eða verið fljótastir í skeiðgreinum.

Keppendur í ungmenna- og unglingaflokki náðu frábærum árangri í 100 metra skeiði á yfirstöðnu keppnistímabili. Í ungmennaflokki á besta tíma ársins Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Alviðru frá Kagaðarhóli tími þeirra er 7,38 sekúndur settur á Íslandsmóti í Víðidalnum í Reykjavík,

Dagur Sigurðarson og Tromma frá Skúfslæk eiga bestan tíma unglinga sem þau settu á Suðurlandsmmóti yngri flokka á Hellu. Þar fóru þau á 7,34 sekúndum.

Stöðulistarnir eru birtir með fyrirvara um það að allir mótshaldarar hafa skilað inn niðurstöðum frá sínum mótum.

Ungmennaflokkur – 10 efstu

# Knapi Hross Tími Mót
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal IS2012256419 Alviðra frá Kagaðarhóli 7,38 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
2 Kristján Árni Birgisson IS2015281990 Krafla frá Syðri-Rauðalæk 7,58 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
3 Jón Ársæll Bergmann IS2012157470 Rikki frá Stóru-Gröf ytri 7,59 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
4 Benedikt Ólafsson IS2016201189 Vonardís frá Ólafshaga 7,62 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
5 Lilja Dögg Ágústsdóttir IS2013187836 Stanley frá Hlemmiskeiði 3 7,65 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
6 Þórey Þula Helgadóttir IS2007188370 Þótti frá Hvammi I 7,70 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
7 Sara Dís Snorradóttir IS2014177747 Djarfur frá Litla-Hofi 7,73 IS2024GEY163 – Suðurlandsmót yngri flokka – Geysir
8 Anna María Bjarnadóttir IS2008257650 Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 8,10 IS2024GEY163 – Suðurlandsmót yngri flokka – Geysir
9 Guðrún Lilja Rúnarsdóttir IS2013125095 Kári frá Morastöðum 8,15 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
10 Matthías Sigurðsson IS2010265314 Magnea frá Staðartungu 8,21 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)

Unglingaflokkur – 10 efstu

# Knapi Hross Tími Mót
1 Dagur Sigurðarson IS2012282581 Tromma frá Skúfslæk 7,34 IS2024GEY163 – Suðurlandsmót yngri flokka – Geysir
2 Róbert Darri Edwardsson IS2015281990 Krafla frá Syðri-Rauðalæk 7,40 IS2024HOR112 – Íslandsmót barna og unglinga – 2024
3 Ragnar Snær Viðarsson IS2010186505 Ópall frá Miðási 7,67 IS2024HOR112 – Íslandsmót barna og unglinga – 2024
4 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir IS2014186442 Þjálfi frá Búð 7,70 IS2024GEY163 – Suðurlandsmót yngri flokka – Geysir
5 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir IS2007265005 Embla frá Litlu-Brekku 7,77 IS2024HOR112 – Íslandsmót barna og unglinga – 2024
6 Ragnar Snær Viðarsson IS2011186003 Stráksi frá Stóra-Hofi 8,01 IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR)
7 Lilja Rún Sigurjónsdóttir IS2013258700 Frekja frá Dýrfinnustöðum 8,02 IS2024HOR112 – Íslandsmót barna og unglinga – 2024
8 Unnur Rós Ármannsdóttir IS2015287891 Næturkráka frá Brjánsstöðum 8,05 IS2024GEY163 – Suðurlandsmót yngri flokka – Geysir
9 Gabríel Liljendal Friðfinnsson IS2011155021 Jökull frá Stóru-Ásgeirsá 8,22 IS2024HOR112 – Íslandsmót barna og unglinga – 2024
10 Hjördís Halla Þórarinsdóttir IS2007258558 Gullbrá frá Lóni 8,37 IS2024HOR112 – Íslandsmót barna og unglinga – 2024

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar