Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Gulla Jóna og Garðar Hólm bjóða frítt í HorseDay höllina

  • 22. janúar 2024
  • Fréttir
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur göngu sína á fimmtudaginn

Fasteignasalarnir Gulla Jóna og Garðar Hólm ætla að bjóða áhorfendum frítt í stúkuna í HorseDay höllinni næst komandi fimmtudag þegar keppt verður í fjórgangi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum en þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni.

​Matur og veitingar verða í boði í veitingasal HorseDay Hallarinnar fyrir keppni og ef pantað er fyrirfram fylgir í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni. ​Allar pantanir og nánari upplýsingar eru á info@ingolfshollin.is

Húsið og veitingasalan opnar kl. 17:30, hleypt verður inn í höllina kl. 18:15, upphitunarhestur fer í braut 18:30 og keppni hefst stundvíslega kl. 19:00.  Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Alendis.

​Veitingar sem í boði verða eru eftirfarandi:

  • Steikarhlaðborð:
    • Hægeldað lambalæri og pönnusteikt svína snitsel.
    • Hvítlauks- og timian ristaðar kartöflur, bakað rótargrænmeti, bernes- og brún sósa.
    • Sætkartöflusalat, döðlur og hnetur, perlubyggsalat og brokkolí og trönuberjasalat.
  • Ostborgari með frönskum.
  • Panini með skinku og osti.

Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og fjölskylduna.

Hvetur stjórn Meistaradeildina alla til að fjölmenna í höllina á fimmtudaginn. “Sjáumst í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli á fimmtudaginn!”

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar