Gullið til Hollands og Lilja Rún hlaut silfur í slaktaumatölti

Lilja Rún og Arion hlutu silfur í slaktaumatölti
Úrslitadagurinn á heimsmeistaramóti íslenska hestsins er upp runninn. Í dag verða krýndir heimsmeistarar í hinum ýmsu hringvallargreinum bæði í fullorðins- og ungmennaflokki.

Dromelot van Helvoort frá Hollandi á Glymjanda frá Íbishóli. Ljósmynd: Henk & Patty
Fyrstu úrslit dagsins voru í slaktaumatölti ungmenna þar sem Ísland átti einn fulltrúa, Lilju Rún Sigurjónsdóttur og Arion frá Miklholti. Þau komu efst inn í úrslitin og voru í forystu að loknum sýningum á frjálsri ferð og hægu tölti. Hún fékk svo nokkuð misjafnar einkunnir fyrir sýningu á slökum taumi á meðan fékk 8,0 í meðaleinkunn fyrir þann hluta. Það þýddi að þær voru jafnar með 7,29 og sætaröðun dómara þurfti til að skera úr um sigur að henni lokinni var ljóst að heimsmeistaratitillinn fer til Hollands að þessu sinni og Ísland tekur silfur.
Engu að síður frábær árangur hjá Lilju Rún sem hefur staðið sig frábærlega á þessu móti og undirstrikað að hún er einn af efnilegustu knöpum Íslands og framtíðin er hennar. Hún og Arion mæta svo síðar í dag í A-úrslit í tölti.
# | Knapi | Land | Hestur | Einkunn |
1 | Dromelot van Helvoort | IS | Glymjandi frá Íbishóli | 7.29 |
2 | Lilja Rún Sigurjónsdóttir | IS | Arion frá Miklholti | 7.29 |
3 | Finja Polenz | DE | Nótt vom Kronshof | 6.96 |
4 | Lilly Björsell | SE | Börkur fra Kleiva | 6.79 |
5 | Leni Köster | DE | Rögnir frá Hvoli | 6.67 |
6 | Palma Sandlau Jacobsen | DK | Búi frá Húsavík | 6.46 |