Háar einkunnir á íþróttamóti í Kronshof

  • 10. apríl 2021
  • Fréttir

Beggi og Besti á flugaskeiði á HM2019 mynd: Sofie Lahtinen Carlsson

Í gær fór fram alþjóðlegt (WR) íþróttamót á Kronshof í Þýsklandi en einungis var riðin forkeppni. Margir frábærir knapar og hestar voru skráðir til leiks og einkunnir þeirra gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil.

Íslenski landsliðsknapinn Beggi Eggertsson stóð sig vel í gæðingaskeiði en hann og Besti frá Upphafi stóðu efstir í þeirri grein með einkunnina 8,50.

Nils-Christian Larsen náði einnig frábærum árangri og var í toppsætum í öllum hringvallargreinum. Hann var efstur bæði í tölti (T1) og fjórgangi (V1) á Flaumi frá Sólvangi með einkunnirnar 7,80 í tölti og 7,53 í fjórgangi. Hann keppti á fyrrum heimsmeistaranum Gusti vom Kronshof í fimmgangi (F1) og slaktaumatölti (T2) og hlaut 7,40 í fimmgangi og annað sætið og 7.60 í slaktaumatölti og þriðja sæti.

Frauke Schenzel var vel ríðandi og hlaut m.a. hæstu einkunn í fimmgangi á Óðni vom Habichtswald 7,43 en á honum tók hún einnig þátt í gæðingaskeiði og hlaut 7,13.

Jolly Schrenk var með þó nokkra yfirburði í slaktaumatölti en hún og Glæsir von Gut Wertheim hlutu einkunnina 8.07.

Á þessum einkunnum má sjá að ef að Heimsmeistaramótinu í Herning verður að þá verður íslenska landsliðið að mæta vel stemmt til leiks til þess að sigra þessa frábæru knapa og hesta.

 

Allar niðurstöður mótsins má nálgast hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar